Staða meðaltala eftir átta daga af mars

Mars fer frekar hlýindalega af stað - þótt skakviðri fylgi. Lítum á meðaltöl fyrstu átta dagana.

Fyrst eru vik miðuð við 1961 til 1990:

stöðármándagarmhitivikúrkvikmþrýstþrýstivik  
12014381,270,7-3,3983,5-17,1 Reykjavík
1782014380,531,2-6,9984,4-19,4 Stykkishólmur
4222014381,022,112,1985,8-16,7 Akureyri
6202014382,782,437,6985,3-17,4 Dalatangi
7052014382,922,022,2985,0-16,4 Höfn í Hornafirði

Og síðan 2004 til 2013:

stöðármándagarmhitivikúrkvikmþrýstþrýstivik  
12014381,27-0,1-5,8983,5-19,0 Reykjavík
1782014380,53-0,3-10,7984,4-18,0 Stykkishólmur
2522014380,150,2-11,5986,3-16,6 Bolungarvík
4222014381,020,710,2985,8-18,0 Akureyri
6202014382,781,341,8985,3-19,0 Dalatangi
7052014382,921,315,8985,0-14,9 Höfn í Hornafirði

Hiti er vel ofan meðallagsins 1961 til 1990, en í því miðað við 2004 til 2013 um landið vestanvert, fyrir norðan og austan er hiti vel ofan beggja meðaltala.

Úrkoma er enn undir meðallagi um landið vestanvert, vikadálkurinn sýnir hversu langt magnið (í mm) liggur undir eða ofan meðallagsins. Fyrir norðan og austan er úrkoma enn ofan meðallags beggja tímabila. Þetta gæti breyst næstu daga því mikilli úrkomu er spáð um landið vestanvert og neikvæða vikið vinnst fljótt upp.

Þrýstingur er enn langt undir meðallagi beggja tímabila, en ef trúa má spám hækkar hann eitthvað næstu viku til tíu daga - þrátt fyrir mikinn lægðagang - svo einkennilega sem það kann að hljóma.

Mánudagslægðin er enn nokkuð ógnandi en von er til þess að versta veðrið fari vestan við land.

Tryggir lesendur taka eftir því að færsla gærdagsins hefur verið fjarlægð - af sömu ástæðu og venjulega.


Bloggfærslur 9. mars 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725a
  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 200
  • Sl. sólarhring: 203
  • Sl. viku: 1848
  • Frá upphafi: 2485505

Annað

  • Innlit í dag: 183
  • Innlit sl. viku: 1639
  • Gestir í dag: 171
  • IP-tölur í dag: 168

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband