Nýtt landsdægurhámark (ekki svo merkilegt það)

Um leið og háloftavindar snúast til suðlægra og jafnvel vestlægra átta að vetrarlagi aukast mjög líkur á háum landshámarkshita. Síðastliðna nótt (aðfaranótt þriðjudags) fór hiti á Dalatanga í 15,6 stig og er það hæsti hiti sem vitað er um á landinu þann 11. mars. Gamla metið (14,5 stig) var sett á Akureyri árið 1953 - fyrir 61 ári. Þetta er fyrsta nýja landsdægurhámarkið á þessu ári - hins vegar eru ný landsdægurlágmörk orðin tvö það sem af.

Í venjulegu ári má búast við 3 til 5 landsdægurmet af hvorri tegund falli - en nýjum metin eru þó í raun mjög mismörg frá ári til árs. Á síðustu 15 árum hafa 132 landsdægurhámörk fallið - 8,8 á ári - talsvert umfram væntingar. Á sama tíma hafa aðeins 62 landsdægurlágmörk falið - sé eingöngu miðað við athuganir í byggð - rétt um helmingur á við hámörkin, 4,1 á ári. Frá 1993 fjölgaði stöðvum mjög á hálendinu og hafa þær stöðvar smám saman verið að hreinsa upp landsdægurmet. Séu hálendisstöðvarnar teknar með í lágmarksdægurmetatalningunni reynast 108 slík met hafa fallið á síðustu 15 árum, eða 7,2 á ári. Í tölunum er ekki talið með þegar met fellur hvað eftir annað sama almanaksdaginn.

Munurinn á 8,8 hámarksmetum og 4,1 lágmarksmetum á ári skýrist af tvennu. Annars vegar hafa mikil hlýindi verið ríkjandi hér á landi - en það hefur líka áhrif að hámarkshitamælingar voru framan af gerðar á mun færri stöðvum heldur en lágmarksmælingarnar. Það eitt og sér eykur líkur á hámarksmetum lítillega umfram lágmarksmetin.

Nú sitja eftir aðeins 5 landsdægurhámarksmet frá 19. öld (enn gætu fáein í viðbót leynst í gögnum), en 24 landsdægurlágmarksmet standa enn frá sama tíma.

Eins og oft hefur komið fram segja einstök landsdægurmet ekkert um það hvort tíðarfar er kalt eða hlýtt. Þess má t.d. geta að enn stendur eitt landsdægurhámark sem sett var í mars 1918 - seint á frostavetrinum mikla [Seyðisfjörður 14,7 stig þann 17.

Það verður að teljast tilviljun að 133 hámarksdægurmet hafa fallið síðustu 15 árin í Reykjavík - nánast það sama og á landinu í heild. En ekki hafa fallið nema 8 lágmarksdægurmet á sama tíma. Hér er vart um aðrar skýringar að ræða heldur en hlýnandi veðurfar.

Í Reykjavík stendur enn 21 dægurhámark frá 19. öld, en hvorki meira né minna en 179 dægurlágmörk.

Á Akureyri eiga síðustu 15 árin 101 hámarksdægurmet - en dægurlágmarksmetin eru á sama tíma aðeins 8 eins og í Reykjavík. Hámarksmælingar voru stopular á Akureyri fyrir 1935 en samt sitja enn 8 dægurhámörk frá 19. öld á stóli. Dægurlágmörk sem enn lifa frá sama tíma eru 52 á Akureyri - væru trúlega fleiri ef stöðin hefði ekki naumlega misst af frostavetrinum mikla 1880 til 1881 en frá þeim vetri lifa enn 36 dægurlágmörk í Reykjavík.

 


Bloggfærslur 12. mars 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725a
  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 202
  • Sl. sólarhring: 205
  • Sl. viku: 1850
  • Frá upphafi: 2485507

Annað

  • Innlit í dag: 184
  • Innlit sl. viku: 1640
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 168

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband