Hlýr alþjóðavetur hér á landi

Alþjóðaveðurfræðistofnunin skiptir árinu í fjórar jafnlangar árstíðir, vetur, vor, sumar og haust. Hver þeirra er þrír mánuðir að lengd, veturinn er desember, janúar og febrúar. Hér á landi telst mars einnig til vetrarmánaða - enda er hann oft kaldasti mánuður ársins. En nú (fimmtudagskvöld 27. febrúar) er alþjóðaveturinn 2013 til 2014 liðinn. Við skulum því líta á hitameðaltöl hans í Reykjavík og á Akureyri.

Meðalhiti í Reykjavík var 1,2 stig, 1,4 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og nákvæmlega í meðallagi sé miðað við síðustu 10 ár. Þetta nægir í 19. sæti af 148.

Á Akureyri er meðalhitinn nú -0,2 stig, 1,6 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990, en 0,4 undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri lendir alþjóðaveturinn í 23. hlýindasæti af 132 samfelldra mælinga.

Enn er því ekkert lát á hlýjum alþjóðavetrum hér á landi. Svo er spurningin hvernig mars gerir það.

Rétt er að taka fram að tölurnar hér að ofan eru fengnar með snöggu kasti inn í töflureikni og á munnþurrku - en vonandi nokkurn veginn réttar - ef ekki kemur það í ljós. - Svo er einn dagur eftir af febrúar og hnikast þá stundum á milli í fyrsta aukastaf.


Bloggfærslur 28. febrúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 29
  • Sl. sólarhring: 194
  • Sl. viku: 1247
  • Frá upphafi: 2485712

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 1082
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband