20.2.2014 | 01:08
Í þessari syrpu
Lægsti lágmarkshiti á landinu í núverandi syrpu mældist í Svartárkoti rétt eftir miðnætti (miðvikudag 19. febrúar), -28,9 stig. Þetta er lægsti hiti sem mælst hefur í febrúar í fimm ár, en þann 12. árið 2009 mældist frostið á sama stað -29,0 stig. Árið áður fór febrúarfrostið mest í -30,3 stig í Veiðivatnahrauni annan dag mánaðarins.
Þetta eru allt lágar tölur og talsvert lægri heldur lægst lágmark landsins er að meðaltali í febrúar. Síðustu 10 árin (2004 til 2013) er landsmeðaltalið -24,1 stig - en -22,5 ef aðeins er tekið til stöðva í byggð. Það er annars nokkuð merkilegt hvað hálendisstöðvarnar eru stutt komnar í að hirða upp öll dægurmet mánaðarins, aðeins 7 af 29. Þetta stafar e.t.v. af því hversu vetur hafa verið hlýir á síðustu árum en líka af því að á vetrum ræðst lágmarkshiti mest af útgeislunar- og (van-)blöndunaraðstæðum - en síður af aðstreymi kulda annars staðar frá.
Þetta má e.t.v. sjá með því að athuga hver sé lægsti hiti sem mælst hefur í 850 hPa-fletinum yfir landinu - í 1000 til 1500 metra hæð - í háloftaathugunum á Keflavíkurflugvelli. Eitthvað vantar inn í röðina, en við höfum samt sæmilegar upplýsingar aftur til áranna upp úr 1950. Lægsti febrúar 850hPa-hitinn á þessu tímabili er -25,7 stig - í miklu kuldakasti 6. febrúar 1969.
Þetta segir okkur að sárasjaldgæft er að hiti fari niður fyrir -25 stig yfir fjöllum landsins. Talan er væntanlega eitthvað algengari yfir landinu norðaustanverðu heldur en yfir Keflavíkurflugvelli - en það gerist samt ekki nema á margra ára fresti. - Auðvitað eigum við eftir að sjá enn lægri hita - en sárasárasjaldan.
Ef við nú ímyndum okkur að 850 hPa-flöturinn standi neðarlega, t.d. í 1000 metrum myndi vel blandað loft sem væri -25 stig í fletinum verða -15 stig við sjávarmál. Þessi hiti (kuldi) er sum sé nokkurn veginn sá mesti sem við getum búist við nærri sjávarmáli hér á landi í hvassviðri (vel blönduðu).
Allur lægri hiti en þetta getur (í febrúar) ekki orðið til nema fyrir útgeislun - og ekki nóg með það heldur verður loftið að fá að liggja óblandað meðan það kólnar.
Í dag (miðvikudaginn 15. febrúar) var 850 hPa-flöturinn í 1340 metra hæð yfir Norðausturlandi og hitinn þar -12 stig (ef trúa má evrópureiknimiðstöðinni). Hefði þetta loft blandast niður í það sem neðar var (í ótakmörkuðu magni) hefði hiti við sjávarmál orðið +1 stig en uppi við Svartárkot -3 stig.
Nú, hitinn í Svartárkoti var einmitt kominn í -3 stig núna á miðnætti (19.2. kl.24) - enda var vindur orðinn 13 m/s. Ekki vitum við hversu þykkt kalda lagið var sem kom hitanum niður í -28,9 stig en þykkt hefur það ekki verið.
En ný dægurlágmörk í þessari syrpu urðu tvö - ekki er svo mjög langt í mánaðarlágmarkið. Það er -30,7 stig, sett í Möðrudal 4. febrúar 1980. Þá var hiti í 850 hPa svipaður og nú (sjá viðhengin).
Landsmeðalhitinn (á sjálfvirkum stöðvum í byggð) fór niður í -4,2 stig í gær, þann 18. og landsmeðallágmarkið (í byggð) var -7,3 stig. Það er 28. febrúar 1998 sem er kaldastur febrúardaga á sjálfvirku stöðvunum (frá 1996). Þá var landsmeðalhitinn -11,6 stig, meðallágmarkið var -13,8 stig og landsmeðalhámarkið var -9,7 stig. Það síðastnefnda var -2,7 stig í gær.
Af þessum tölum má sjá að þrátt fyrir nýju landsdægurlágmörkin tvö (og mikla hrinu dægurlágmarksmeta einstakra stöðva) hefur loftið yfir landinu ekki verið sérstaklega kalt. Við í nördaheimum skemmtum okkur þó alltaf við ný met.
Hvert skyldi svo vera elsta dægurmet í febrúar sem enn stendur? Það var sett í Möðrudal þann 14. árið 1888 og sömuleiðis stendur enn met frá sama stað sett þann 22. 1892. Hæsta lágmarksdægurmet febrúar (sem stendur) er það sem er líklegast til að falla á næstu árum, -24,0 stig í Möðrudal 22. febrúar 1986. [Reyndar er met hlaupársdagsins ekki nema -21,3 stig. Það met er betur varið en annarra daga]. Möðrudalur á 15 af 29 dægurmetum febrúarmánaðar.
Annars verður að segjast að veðurlagið er orðið mjög óvenjulegt - austan- og norðaustanáttin virðist ekkert vera á undanhaldi. Þurrkarnir um landið vestanvert verða athyglisverðari með hverjum deginum. Við gefum þessu auga á næstunni.
Hungurdiskar eru í kælingu þessa dagana. Það stafar af önnum ritstjórans við annað - flutninga, tiltektir, fyrirlestragerð og fleira.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 20. febrúar 2014
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 29
- Sl. sólarhring: 194
- Sl. viku: 1247
- Frá upphafi: 2485712
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 1082
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010