Baráttan við klakann

Ætli baráttan við vetrarklakann sé ekki að hefjast einmitt núna. Snjór á jörð - hefur fengið að þjappast aðeins í frosti - og svo hláka með slyddu og rigningu - sem stendur svo stutt að ekki dugir. 

Það er ekki mikil huggun í því að snjórinn er ekki orðinn gamall. Svo kemur annar bloti eftir helgina - vonandi meiri ef hann kemur á annað borð.

En kortið hér að neðan sýnir þykktarspá evrópureiknimiðstöðvarinnar kl. 18 síðdegis föstudaginn 5. desember. 

w-blogg051214a

Heildregnu línurnar sýna þykktina. Hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Litirnir sýna hins vegar hita í 850 hPa fletinum - í um 1300 metra hæð yfir sjávarmáli. Það er 5300 metra jafnþykktarlínan sem sleikir Reykjanes. Þessi þykkt dugar í hláku þegar vindur fylgir.

Myndin sýnir vel hversu mjóslegið hlýja loftið er - fleygur sem teygir sig að sunnan norður í kuldann - þessi fleygur er á hraðri austurleið og sólarhring síðar, um kl. 18 á laugardag verður þykktin komin niður í 5180 metra - 120 metrum neðar en á þessu korti. Það eru um 6 stig - og trúlega frost um allt land nema e.t.v. á útnesjum og eyjum. 


Bloggfærslur 5. desember 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 182
  • Sl. sólarhring: 240
  • Sl. viku: 1978
  • Frá upphafi: 2484858

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 1765
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband