Tveir hagstćđir hćđarhryggir?

Ekki voru ţau hálfsystkin hálkan og krapinn blíđ viđ landsmenn í dag (laugardag). Vindurinn, frćndi ţeirra, auđveldađi ekki málin - ţó hann vćri kannski ekki í sínu allra versta skapi. Á morgun (sunnudag) verđur landiđ í flötum botni víđáttumikillar lćgđar. Hún grynnist ţá ört - svo vonandi verđur ekki mikiđ úr norđanáttinni sem leggst yfir í kjölfar hennar. En ekki sleppum viđ alveg. 

Ţegar norđanáttin fer ađ ganga niđur - síđla mánudags eđa ađfaranótt ţriđjudags kemur veiklulegur háloftahćđarhryggur yfir landiđ og rćđur ađalatriđum ţriđjudagsveđursins. Smáatriđin (í neđri hluta veđrahvolfs) geta fćrt okkur einhver él. Kortin eru búin til á grundvelli reikninga evrópureiknimiđstöđvarinnar.

w-blogg211214a

Kortiđ sýnir hćđ 300 hPa-flatarins og vind í honum kl. 18 á ţriđjudagskvöld (Ţorláksmessu). Jafnhćđarlínur eru heildregnar, viđ erum nálćgt 9 km yfir sjávarmáli. Hefđbundnar vindörvar sýna vindátt og vindhrađa. Svćđi ţar sem vindurinn er mestur eru lituđ (kvarđinn batnar sé kortiđ stćkkađ), litirnir byrja viđ 40 m/s. 

Hćđarhryggur ţriđjudagsins hefur veriđ merktur međ strikalínu og tölustafnum 1. Hann hreyfist hratt austur - lćgđardragiđ sem fylgir í kjölfariđ virđist ekki ćtla ađ gera neitt sérstakt af sér (sjálfsagt fylgja einhver él) en nýr hćđarhryggur tekur strax viđ á miđvikudag (ađfangadag jóla). Hann er líka merktur međ strikalínu en tölustafnum 2. 

Nćsta kort sýnir stöđuna kl. 18 á ađfangadag. 

w-blogg211214b

Fyrri hryggurinn er hér kominn til Noregs, en sá síđari er viđ Vesturland - á austurleiđ. 

Ţetta er allt saman gott og blessađ, en nú greinir reiknimiđstöđvar mjög á um ţađ hvađ gerist nćst - á jóladag. Ekki er ţó illviđrisspá í gildi fyrir jóladaginn - en stađan ţann dag býđur upp á mjög mismunandi framhald. Ţá er enn komiđ ađ ígjöf úr suđri (rauđ ör) sem mćtir mjög köldu skoti úr norđvestri. Evrópureiknimiđstöđin hefur nú í nokkrar spárunur í röđ bođiđ upp á skyndilega lćgđardýpkun skammt sunnan- og suđaustan viđ land međ verulegu norđaustanillviđri í framhaldinu - en bandaríska veđurstofan lćtur kalda og hlýja loftiđ fara á mis og ekki ná saman fyrr en austur undir Noregi. Eldra bandaríska líkaniđ (sem viđ fáum líka ađ sjá ţessa dagana) gerir hins vegar ekkert úr neinu. 

Á sama tíma - ţađ er ađ segja á fimmtudaginn (jóladag) er mikill hćđarhryggur ađ ryđjast til austurs um Labrador - báđar reiknimiđstöđvar eru sammála um ađ hann verđi til. Veđur milli jóla og nýjárs rćđst af örlögum ţess hryggjar. Engar áreiđanlegar fréttir er enn ađ hafa af ţeim. 


Bloggfćrslur 21. desember 2014

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 178
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 1974
  • Frá upphafi: 2484854

Annađ

  • Innlit í dag: 148
  • Innlit sl. viku: 1761
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband