Rólegt á norðurslóðum

Meðan við sitjum hér í stöðugu skítkasti, ýmist úr vestri eða af norðri er furðurólegt á norðurslóðum - yfir Norðuríshafi og þar um kring. Kortið hér að neðan sýnir spá bandarísku veðurstofunnar um sjávarmálsþrýsting og vind á fimmtudaginn (18. desember).

w-blogg171214a

Það tekur lesendur e.t.v. andartak að átta sig. Norðurskautið er nærri miðju, Ísland alveg neðst á myndinni og kortið breiðist yfir nærri því allt Norðuríshafið. Jafnþrýstilínur við sjávarmál eru heildregnar en vindur er sýndur með litum, vindstefna með örvum. Litakvarðinn batnar sé kortið stækkað. Við sjáum að eina verulega illviðrið á kortinu tengist lægðinni við Ísland - miklar þrengingar eru þar sem hlýtt loft úr austri rekst á kalt loft við Grænlandsströnd með þeim afleiðingum að til verður ofsaveður í kalda loftinu meðfram Grænlandi. - Annars er ástandið frekar rólegt miðað við það sem oft er á þessum slóðum. 


Bloggfærslur 17. desember 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 180
  • Sl. sólarhring: 240
  • Sl. viku: 1976
  • Frá upphafi: 2484856

Annað

  • Innlit í dag: 150
  • Innlit sl. viku: 1763
  • Gestir í dag: 133
  • IP-tölur í dag: 133

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband