Norðanáttin gengur (allt of hægt) niður

Þegar þetta er skrifað (seint þriðjudagskvöldið 9. desember) er norðan bálviðri á Vestfjörðum og suður um Snæfellsnes - og farið að teygja sig austur með Norðurlandi. Norðanáttin breiðist síðan yfir landið allt - enn það dregur smám saman úr afli hennar. En á morgun (miðvikudag) kl. 18 er hún þó enn býsna sterk - eins og kortið hér að neðan sýnir. 

w-blogg101214a

Þrýstimunur yfir landið er hér um 24 hPa - nokkuð mikið (of mikið). Litaðar strikalínur sýna hita í 850 hPa fletinum - það er -10 stiga línan sem þverar landið, -15 stig snerta Vestfirði og hitinn við Austfirði er um -4 stig í 850 hPa, 11 stiga munur. Þessi hitamunur fer langt með að skýra þrýstibrattann. Sólarhring síðar á brattinn að vera kominn niður í 16 hPa - leiðinlega mikið enn, en síðdegis á föstudag verður búið að hreinsa þessi leiðindi frá - sé að marka spár.

En það verður ekki friður lengi. Ofarlega til vinstri á kortinu er rauð ör sem bendir í átt til næstu lægðar sem á að plaga okkur um helgina (merkt 2). Hún á að koma yfir Grænland - sem ekki hefur verið í tísku um nokkra hríð. Slíkar lægðir eru alltaf varasamar - lítum á hana síðar.

Hin rauða örin (1) bendir á smálægð langt suður í hafi. Hún veldur félögum vorum í kringum Norðursjó nokkrum áhyggjum og segjast þeir fylgjast vel með henni. Sumar spár gera talsvert illt úr henni - en aðrar láta hana æða til austurs án teljandi vandræða. 


Bloggfærslur 10. desember 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 201
  • Sl. sólarhring: 249
  • Sl. viku: 1997
  • Frá upphafi: 2484877

Annað

  • Innlit í dag: 169
  • Innlit sl. viku: 1782
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 148

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband