9.11.2014 | 00:46
Ofurlægðin við Aljúteyjar (og fleira)
Lægðin mikla við Aljúteyjar komst niður í 924 hPa. Lægsti mældi þrýstingur sem fréttist af var 929,8 hPa á bauju ekki langt frá lægðarmiðju (upplýsingar af bloggi Christopher C. Burt veðurmetabloggara). Lægðin er óvenjudjúp - nærri meti.
Kortið hér að neðan sýnir lægðina í 6 klst spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gilti kl. 6 í morgun (laugardag 8. nóvember).
Litirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum. Mörkin á milli gulu og grænu litanna er við -2 stig - en -6 stig á milli þeirra grænu og bláu. Fjólublái liturinn byrjar við -25 stig.
Lægðin grynnist nú ört - en dregur jafnframt upp mikið magn af hlýju lofti á austurvængnum og verður það ríkjandi yfir Alaska næstu daga. Þarlendir telja hitamet jafnvel liggja í loftinu - en það er þó langt í frá víst. Hlýja loftið mun hins vegar stinga í stóru norðurslóðakuldapollana og öll hringrás norðurhvels kemst á ið. Þetta þýðir að framtíðarspár um veður hér á landi verða mjög óvissar - það sjást bæði óvenjuhlýir og óvenjukaldir dagar í framtíðarspánum. En - kannski jafnar þetta sig án tíðinda hjá okkur.
En kortið að neðan sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa sem gildir um hádegi mánudaginn 10. nóvember.
Áttin er hér austlæg á landinu - einhver úrkoma eystra en þurrt vestanlands. Hiti í 850 hPa er á bilinu -5 til -9 yfir landinu. Það þýðir að víðast hvar er frost. Við megum líka taka eftir því að frekar stutt er í mjög kalt loft fyrir norðan land. Þar má sjá -20 stiga jafnhitalínuna norður af Jan Mayen. Vindur er þarna hægur og skilyrði nokkuð góð til hafísmyndunar.
Lægðin stóra fyrir sunnan land á að bæta við sig nýjum lægðum - þá sem er suður af Nýfundnalandi á kortinu og líka þá sem er við Labrador - það er meira í hana spunnið en sýnist. Framhaldsspár virðast síðan sammála um að um síðir hlýni austanáttin mikið.
Bloggfærslur 9. nóvember 2014
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 5
- Sl. sólarhring: 235
- Sl. viku: 1915
- Frá upphafi: 2484914
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1711
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010