Nokkrir dagar með rólegu veðri?

Þegar þetta er skrifað (seint á mánudagskvöldi 6. október) er hvöss austanátt ríkjandi á landinu. Að sögn fer hún nú að ganga niður og hallar sér um leið til norðausturs. Mjög hlýtt var á landinu í dag (sjá fjasbókarfærslu hungurdiska) - og lítið kólnar til morguns - en með norðaustanáttinni fer síðan smám saman kólnandi út vikuna. 

Lægðin sem sér um hvassviðrið hörfar nú til suðurs eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Það gildir um hádegi miðvikudaginn 8. október.

w-blogg071014b

Jafnþrýstilínur eru heildregnar, jafnhitalínur í 850 hPa eru strikaðar - mislitar eftir því hvort frost er eða ekki. Úrkoma síðustu 6 klukkustundir er sýnd með grænum og bláum lituðum flötum. 

Lægðin er stór og úrkomusvæði hennar eru komin langt frá landinu. Lítilsháttar úrkomu er þó spáð í hafáttinni á Norðaustur- og Austurlandi. Engin önnur kerfi eru í augsýn á leið til landsins. Þess vegna er gert ráð fyrir nokkrum dögum með rólegu veðri. 

Hlýtt loft er enn yfir landinu á kortinu (hiti í kringum eða ofan við frostmark í 1400 metra hæð) - ekki alveg jafn hlýtt og í dag og á morgun (þriðjudag) en væntanlega kólnar í bjartviðri inn til landsins - sérstaklega þegar vindur verður enn hægur. Langt er í mjög kalt loft með vetrarveðri - en sjaldgæft er þó að norðaustanátt standi í marga daga án þess bera um síðir kaldara loft til landsins.  


Bloggfærslur 7. október 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 23
  • Sl. sólarhring: 247
  • Sl. viku: 1933
  • Frá upphafi: 2484932

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1724
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband