Breytileiki hita frá ári til árs 2

Ţá er reiknađ hvernig hiti í Reykjavík breytist međ ríkjandi vindi í háloftunum. Í ljós kemur ađ ţví stríđari sem vestanáttin er ţví kaldara er í veđri, ţví meiri sem sunnanáttin er - ţví hlýrra er í veđri og ţví hćrri sem 500 hPa-flöturinn er ţví hlýrra er í veđri. Viđ eigum til mćlingar á ţessum ţremur ţáttum aftur til 1949. Fyrsta myndin sýnir niđurstöđur.

w-blogg110414 

Lóđrétti ásinn sýnir raunverulegan međalhita, en sá lárétti reiknađan. Árin eru merkt međ krossi og ártali. Viđ sjáum strax ađ 1979 er langkaldast - en reiknađur hiti ţess er samt litlu lćgri heldur en 1983. Áriđ 2003 er hlýjast en bćđi 1960 og 2002 reiknast hlýrri.

Ef viđ rýnum í myndina má sjá ađ kuldaskeiđiđ á árunum frá 1965 til 1995 er kaldara heldur en hringrásarreikningarnir segja til um, árin eftir aldamót eru hlýrri heldur en reikningarnir segja.

Ţetta sést vel á nćstu mynd.

w-blogg110414b

Hér sýnir blár ferill mćldan hita, en sá rauđi ţann reiknađa. Hér má greinilega sjá ađ ferlarnir fylgjast allvel ađ frá ári til árs - en flest köldu árin eru ţó neđan viđ reiknađa hitann og ţau hlýju ofan viđ - en samt ţannig ađ munurinn er greinilega meiri á ţessari öld heldur en á hlýskeiđinu fyrir 1965.  

Viđ skulum kalla muninn á reiknuđum og réttum hita óútskýrđan afgang og búum til tímaröđ hans frá 1949 til 2013.

w-blogg110414c

Viđ sjáum ađ hringrásin í nćsta nágrenni landsins skýrir um ţađ bil helming breytileikans. Leifin breytist hins vegar furđureglulega eftir tímabilum - áratugasveiflur hitans sitja eftir óskýrđar.

Allir ţessir reikningar eru gerđir til skemmtunar - muniđ ţađ lesendur góđir.


Skiptir um tímabundiđ?

Mestallan september hefur hann legiđ í suđlćgum áttum, en austlćgar og vestlćgar hafa skipst nokkuđ á. Nú ber svo viđ evrópureiknimiđstöđin gerir ráđ fyrir ađ austan- og jafnvel norđaustanáttir verđi ofan á (ađ međaltali) nćstu tíu daga. 

Lítum fyrst á međalţrýstikort septembermánađar.

w-blogg041014a 

Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsţrýsting - en litirnir vik frá međallagi áranna 1981 til 2010. Sjá má ađ ţrýstingur hefur veriđ fyrir neđan međallag (bláir litir) fyrir vestan og norđvestan land en yfir ţví suđausturundan (bleikir litir). Viđ vitum hvađ ţetta var, rigningatíđ á landinu sunnan- og vestanverđu - en öllu ţurrara norđaustanlands. 

Spákort nćstu tíu daga sýnir mikla breytingu - en spáin hefur ađ sjálfsögđu ekki rćst ennţá.

w-blogg041014b 

Hér er komiđ lágţrýstisvćđi fyrir sunnan land - međ mestu neikvćđu viki vestur af Bretlandseyjum en jákvćđu yfir Grćnlandi. Ef ţađ vćri júlímánuđur - ţýddi ţetta áframhaldandi rigningu - mikil lćgđabeygja er á ţrýstisviđinu yfir landinu og í nágrenni ţess. En af ţví ađ nú er komiđ haust er loftiđ ekki eins óstöđugt eftir ađ hafa fariđ yfir landiđ eins og ađ sumarlagi. Viđ gćtum ţví séđ nokkra ţurra daga á tímabilinu á Suđvesturlandi (ekki ţó alla). Aftur á móti gćti rignt mikiđ eystra. 

Reiknimiđstöđvar - bćđi sú evrópska og sú bandaríska telja ađ vindur snúist meira til norđausturs á síđari hluta tímabilsins. Ţađ er ţó óvissu undirorpiđ.

En ef af ţessum áttaskiptum verđur kemur hingađ dágóđur skammtur af hlýju lofti upp úr helgi. Varla nćgilega hlýr til ţess ađ hćgt verđi ađ tala um sumarauka - ţví vindur á ađ verđa býsna hvass og ekki verđur alveg ţurrt vestanlands međ hlýindunum - eystra rignir í hafáttinni. 

En óskhyggjan má leika lausum hala - kannski fáum viđ ađ sjá góđar tveggja stafa hitatölur. Nú - ef hann hallast síđan í norđaustur kólnar auđvitađ aftur - en nokkra daga tekur ađ ná í alvörukulda. Ekki víst ađ ţađ takist í ţessum áfanga. 


Bloggfćrslur 4. október 2014

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg110725c
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 23
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 1933
  • Frá upphafi: 2484932

Annađ

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1724
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband