Algjör nördun (ađrir ćttu varla ađ lesa textann)

Stundum liggur ritstjóri hungurdiska út á jađar ţess áhugaverđa. Svo er ađ ţessu sinni og eru hinir almennu lesendur beđnir velvirđingar - ţeir geta bara sleppt ţví ađ lesa meira.

Spurningin sem velt er upp er ţessi: Í hversu mörg ár samfellt hefur ársmeđalhiti í Reykjavík hćkkađ - áriđ í ár veriđ hlýrra heldur en ţađ í fyrra? Svariđ er: Fjögur. Frá upphafi samfelldra mćlinga hefur ţađ gerst tvisvar sinnum ađ ársmeđalhitinn hefur hćkkađ í fjögur ár í röđ. Ţađ hefur gerst sjö sinnum ađ hann hefur hćkkađ ţrjú ár í röđ. Oftast skiptast á eitt til tvö ár í senn međ hćrri eđa lćgri hita heldur en í fyrra.

Viđ lítum á mynd sem sýnir fjögurra ára tímabil í keđju. Fjöldi formerkja á hverju tímabili er talinn. Mínusmerkin (kaldara en í fyrra) geta mest orđiđ fjögur - og plúsarnir líka mest fjórir. Oftast er fjöldinn núll eđa tveir.

w-blogg060913-merkjasumma

Tilvik ţegar hiti hćkkađi fjögur ár í röđ eru eins og áđur sagđi tvö. Hiđ fyrra var ţegar hitinn hoppađi upp úr versta 19. aldarástandinu á árunum 1887 til 1890. Hiđ síđara ţegar viđ stukkum úr langvinnum kulda á árunum 2000 til 2003. Tvisvar hefur hitinn lćkkađ fjögur ár í röđ, annars vegar 1916 til 1919 en hins vegar 1934 til 1937.

Viđ getum ţví heiđarlega sagt ađ ţađ sé mjög óvenjulegt ađ hiti hćkki fjögur ár í röđ - og einstakt hćkki hann (eđa lćkki) fimm ár í röđ - viđ bíđum enn eftir ţví.

Hér er ekkert sagt um hversu mikil hćkkun eđa lćkkun er. Í nítjándualdarhlýnuninni hćkkađi hiti um 1,85 stig á fjórum árum, en í aldamótahlýnuninni okkar hćkkađi hann um 1,59 stig á sama tíma.

Frá aldamótum síđustu (frá og međ 2001 til 2012) hefur hiti hćkkađ um 1,02 stig (plúsasumman er 1,02 stig).


Bloggfćrslur 6. september 2013

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 249
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 1457
  • Frá upphafi: 2486366

Annađ

  • Innlit í dag: 210
  • Innlit sl. viku: 1276
  • Gestir í dag: 182
  • IP-tölur í dag: 180

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband