Af tuttugu stigum sumarsins og hćsta hita ársins til ţessa

Nú er kominn september og líkur á tuttugu stiga hita falla međ hverjum deginum sem líđur. Ţó er ţađ ţannig ađ hiti hefur náđ 20 stigum einhverstađar á landinu í 16 af síđustu 20 septembermánuđum. Ţó hvorki í fyrra né hitteđfyrra. Miđađ viđ gildandi spár nćstu vikuna er líklegt ađ núlíđandi september fylgi meirihlutanum ţví ţykktinni er spáđ vel yfir 5500 metra um helgina. Fimm til sjö daga spár um háa ţykkt hafa ţó oftar en ekki fariđ í vaskinn í sumar.

Í viđhenginu er langur listi sem sýnir hćsta hita ársins á veđurstöđvum landsins fram til ţessa og hvađa dag (og klukkustund) hann mćldist. Viđ fylgdumst nokkuđ grannt međ slíkum listum í júlí - en síđan hafa ađeins fáeinar stöđvar lifađ sína hlýjustu stund. En lengi er ţó von - hćsti hiti ársins til ţessa á Siglunesi mćldist ekki fyrr en 23. ágúst, 20,3 stig og sama dag mćldist hćsti hiti ársins á Lambavatni, 18.6 stig. Fáeinar stöđvar mćldu hćsta hita sinn í júnímánuđi.

Nördin horfa vćntanlega skörpum augum sínum á listann ţar sem finna má almennar sjálfvirkar stöđvar, vegagerđarstöđvar og mannađar. Viđ skulum teygja okkur í hćstu og lćgstu gildin í almenna flokknum.

ármándagurklsttxnafn
20137211426,4Ásbyrgi
20137101526,1Egilsstađaflugvöllur
20137101726,0Hallormsstađur
20137211526,0Skjaldţingsstađir
20137241525,9Veiđivatnahraun
2013831516,4Kambanes
2013717916,2Seley
20137231416,0Garđskagaviti
2013841215,9Stórhöfđi
20137211113,0Brúarjökull B10

Útnes og jöklar eru á botni listans, en ţekktir hlýindastađir norđaustan- og austanlands sitja á toppnum. - Og auđvitađ mettalan í Veiđivatnahrauni.

Í hinu viđhenginu er listi sem sýnir hversu margar klukkustundir hámarkshiti hefur náđ 20 stigum á árinu á hverri stöđ. Ţessi listi nćr ađeins til almennu stöđvanna - og allar stöđvar sem ekki náđu markinu vantar ađ sjálfsögđu. Hverjar ţćr eru má sjá í árshámarkslistanum. Efstar á blađi eru eftirtaldar stöđvar:

stöđ árfjöldinafn
4060201383Hallormsstađur
4323201382Grímsstađir á Fjöllum
5940201381Brú á Jökuldal
4271201378Egilsstađaflugvöllur
4614201376Ásbyrgi

Hallormsstađur er í toppsćtinu, ţar hefur hiti náđ 20 stigum í 83 klukkustundir samtals. Grímsstađir á Fjöllum fylgja strax á eftir og síđan Brú á Jökuldal. Innsveitirnar verjast sjávarloftinu. Hjarđarland er efst stöđva sunnan heiđa međ 38 klukkustundir í 20. til 21. sćti.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bloggfćrslur 4. september 2013

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 249
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 1457
  • Frá upphafi: 2486366

Annađ

  • Innlit í dag: 210
  • Innlit sl. viku: 1276
  • Gestir í dag: 182
  • IP-tölur í dag: 180

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband