Aðeins meira af sólarleysismetingi

Sumarið sem nú má heita liðið var heldur sólarlítið um suðvestanvert landið. Um það hefur verið fjallað áður á þessum vettvangi. Þó var spurt hvernig málið yrði ef maí og september væru teknir með.

Hér að neðan er mynd sem sýnir uppsafnaðan sólskinsstundafjölda fjögurra sumra í Reykjavík frá 1. maí og út september. Árið í ár á eftir að bæta fáeinum stundum við til mánaðamóta - en ekki svo mörgum að það raski myndinni. Halli ferlanna gefur til kynna hvort sólríkt var eða ekki, sé hann lítill var sólarlítið, sé ferill brattur hefur verið sólríkt á þeim tíma.

w-blogg260913

Lóðrétti ásinn sýnir sólskinsstundafjöldann, sá lárétti dagafjölda frá og með 1. maí. Lituðu ferlarnir sýna síðan uppsafnaða stöðu frá degi til dags sumarið út. Hér eru tekin fjögur ár, 1955 (fyrir illt orð sem af því fer), árið í ár (2013) og árin 1983 og 2012 sem annars vegar sýna sólarrýrasta tímabilið og hins vegar það sólríkasta.

Eftir fyrsta mánuðinn er 1983 strax aumast, árið í ár fer aðeins betur af stað, en vart má milli sjá hvort árið 1955 eða 2012 gerir betur. Skemmst er frá því að segja að árið 1983 stendur sig jafnilla allt tímabilið í gegn - helst að athygli veki nær algjörlega sólarlaust (flatt) tímabil frá 2. til 14. ágúst. Þá mældust sólskinsstundirnar aðeins 5 í Reykjavík.

Árið 2012 (grænt) heldur sínu striki út í gegn, það er aðeins vika snemma í ágúst sem hefði getað gert betur. Minnkandi halli á línunni undir lokin sýnir fyrst og fremst styttri sólargang.

Sumarið 1955 sló aðeins af í júní en snemma í júlí keyrði um þverbak. Síðari hluti tímabilsins var jafnvel enn rýrari heldur en sami tími 1983.

Sumarið í ár, 2013, er öðru vísi heldur en 1955 og 1983 að því leyti að býsna brattar brekkur (sólrík tímabil) koma tvisvar eða þrisvar, mest munar um hálfan mánuð kringum mánaðamótin júlí/ágúst. Þá fór 2013 fram úr 1955 og hékk síðan ofan við það sem eftir lifði.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 26. september 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 257
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 1465
  • Frá upphafi: 2486374

Annað

  • Innlit í dag: 217
  • Innlit sl. viku: 1283
  • Gestir í dag: 188
  • IP-tölur í dag: 186

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband