Hitar víđa um lönd (eins og oftast á ţessum árstíma)

Sumariđ er enn í full fjöri á norđurhveli jarđar og víđa ađ fréttist af hitum. Ţeir eru sums stađar óvenjumiklir - en samt ekkert út úr kortinu eđa ţannig. Kínahiti hefur veriđ í fréttum ađ undanförnu og nú í dag mun nýtt landshitamet hafa veriđ sett í Austurríki. Hiti hefur mćlst meiri en áđur er vitađ á fjölmörgum stöđvum á ţeim slóđum. Um ný hitamet má ađ venju lesa á síđu Maximilliano Herreira og hungurdiskar hafa oft vitnađ í áđur.

Óvenjuhlýtt er núna yfir heimskautahéruđum Kanada vestanverđum, en meiriháttar kuldakast á ţónokkuđ stóru svćđi sunnar í landinu. Ţetta sést allt vel á hćđar- og ţykktarkortum dagsins.

w-blogg090813a

Fyrra kortiđ sýnir Evrópu, allt frá Íslandi í norđvestri og suđur til miđausturlanda. Mikill hćđarhryggur er yfir álfunni austanverđri og í honum er ţónokkuđ svćđi ţar sem ţykktin er meiri en 5760 metrar. Svona mikil ţykkt gefur tilefni til hámarkshita í kringum 40 stig - eins og mćldist á svćđinu í dag. En ţađ er eins ţar og hér ađ há ţykkt gerir háan hita mögulegan en ţar međ er ekki sagt ađ hann eigi sér stađ - kalt loft í allra neđstu lögum eđa blaut jörđ geta komiđ í veg fyrir met og gera ţađ oft.

Ţessi hlýi hryggur er á leiđ austur ađ sögn evrópureiknimiđstöđvarinnar og ţar međ kólnar - trúlega međ ţrumum og látum.

Hitt kortiđ er miđjađ á norđanvert Kanada. Ţar eru litir ljósari enda erum viđ langt norđan 5760 metra jafnţykktarlínunnar.

w-blogg090813b

Ísland er hér í efra horni til hćgri. Mikil hćđ er viđ mörk meginlandsins og ţykktin ţar vel yfir 5640 metrum. Ţađ er mjög mikiđ norđur viđ 70. breiddarstig og hiti yfir 25 stigum ţar sem sjávarloft nćr ekki til. Kuldapollur er suđvestan viđ Hudsonflóa - ekki stór. Síđan er ţađ kuldapollurinn mikli viđ norđurskautiđ. Hann fer enn í hringi í kringum sjálfan sig - en reiknimiđstöđvar segja hann eiga ađ halla sér heldur á Kanadísku hliđina í nćstu viku eftir ađ sleikja Svalbarđa um helgina. Viđ vonum ađ rétt sé fariđ međ.


Bloggfćrslur 9. ágúst 2013

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 266
  • Sl. viku: 1325
  • Frá upphafi: 2486393

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1172
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband