Hraðferð

Þegar þetta er skrifað (seint að kvöldi föstudagsins 30. ágúst) er illviðrislægðin enn að dýpka fyrir norðan land - en síðan grynnist hún ört og gengur austur til Noregs. Svo er að sjá að þaðan fari hún suður til Svartahafs og síðan Mið-Asíu (ótrúlegt - en svona lætur spáin). Næsta lægð er svo komin til okkar strax á sunnudag. Henni fylgir skyndiferð í gegnum hlýjan geira sem sést vel á kortinu hér að neðan.

w-blogg310813a

Jafnþykktarlínur eru heildregnar. Þykktin er mælikvarði á hita neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Litafletirnir sýna hita í 850 hPa-fletinum en hann er oftast í 1300 til 1500 metra hæð. Hlýja loftið er hér á mikilli hraðferð til austurs og kaldara loft úr vestri bíður færis. Hver skyldi hitinn verða austanlands á sunnudag? Færir útsynningskuldinn eftir helgi okkur snemmbær slydduél?

Illviðrislægðin sem nú er að fara hjá skilaði mikilli úrkomu, sólarhringsmet ágústmánaðar virðist hafa fallið á nokkrum veðurstöðvum um landið vestanvert - en tímahrak ritstjórans kemur í veg fyrir frekari umfjöllun að þessu sinni.

Sumar að hætti Veðurstofunnar nær alveg til loka september en að alþjóðahætti lýkur sumri laugardagskvöldið 31. ágúst. Fyrr í sumar fóru hungurdiskar í sumrameting og gáfu Reykjavíkursumrum síðustu 90 ára eða svo einkunn. Svo virðist sem það núlíðandi lendi afskaplega neðarlega á listanum þrátt fyrir sæmilega spretti. Eftir nokkra daga getum við litið á stigagjöfina og bíðum spennt þangað til umslagið verður opnað - og sumarið 2013 lenti í ...


Bloggfærslur 31. ágúst 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 266
  • Sl. viku: 1325
  • Frá upphafi: 2486393

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1172
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband