Eitt stykki hraðfara hæðarhryggur - síðan löööng lægð

Vesturloftið, frá Reykjavík séð, hreinsaðist alveg niður að sjóndeildarhring undir kvöld (sunnudags 11. ágúst). Nú er hraðfara hæðarhryggur að fara yfir og má sjá hann á korti hirlam-líkansins hér að neðan en það gildir kl. 18 á mánudag.

w-blogg120813a

Jafnþrýstilínur eru svartar og heildregnar, litaðar strikalínur sýna hita í 850 hPa (í um 1500 metra hæð) og lituðu svæðin sýna úrkomumagn næstliðnar 6 klukkustundir. Hér er miðja hryggjarins yfir landinu og farið að anda af suðvestri vestanlands. Með suðvestanáttinni dregur fljótt upp súldarbakka inn á landið. Alvöruúrkomusvæði fer síðan yfir á aðfaranótt þriðjudags.

Lægðin suðvestan við Grænland hreyfist hins vegar hægt til austurs - hún er hluti af nokkuð langri háloftabylgju sem á að ráða veðri hér á landi í nokkra daga - með veðurdeyfð mikilli um landið sunnan- og vestanvert. Ekki gott að segja hvenær léttir aftur almennilega til því lægðarbeygja verður ríkjandi í háloftunum yfir landinu eins langt og spár sjá - að slepptum mánudeginum. Munum þó að spám skeikar oft svo um munar. Nyrðra og eystra verða þurru kaflarnir snöggtum lengri.


Bloggfærslur 12. ágúst 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 266
  • Sl. viku: 1325
  • Frá upphafi: 2486393

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1172
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband