Hæsti hiti ársins?

Eins og  nimbus fjallar um í bloggi sínu í dag  (10. júlí) komst hiti enn hærra á landinu heldur en í gær. Met dagsins var 26,1 stig og mældist á Egilsstaðaflugvelli. Fjölmargar aðrar stöðvar náðu hæstu gildum ársins í dag allt frá Vestfjörðum norðanverðum og austur á firði. Suðvestanlands var allt í hófi.

Í viðhenginu má finna lista um hitabetrunga dagsins og þar fyrir neðan endurnýjaðan árslista. En nú er spurningin hvort stigin 26,1 á Egilsstöðum verða hæsti hiti ársins 2013? Síðustu 139 árin hefur hæsti hiti ársins verið hærri en þetta í 37% tilvika - síðast í fyrra þegar 28,0 stig mældust á Eskifirði 9. ágúst. Árið í ár hefur þannig nú þegar náð býsna langt.

Þegar athugað er hvenær ársins hæsti hiti þess er skráður kemur í ljós að í 49% tilvika er það fyrir 11. júlí og í 78% tilvika er það fyrir 26. júlí. Meðalhiti er hæstur á landinu í síðustu viku júlímánaðar, en hæstu hámörk ársins lenda samt fyrr á sumrinu frekar en síðar. Sumarmiðja árshámarka er í kringum 11. júlí - en meðalhitans hálfum mánuði síðar.

Nú er spáð kólnandi veðri - vonandi verður reyndin ekki eins slæm og spárnar. Þær hafa reyndar heldur linast á kuldanum frá því sem þær gáfu til kynna í gær.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 11. júlí 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 147
  • Sl. sólarhring: 330
  • Sl. viku: 1454
  • Frá upphafi: 2486522

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 1296
  • Gestir í dag: 138
  • IP-tölur í dag: 138

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband