Hæsti hiti ársins - til þessa

Í dag (þriðjudaginn 9. júlí) komst hiti í 24,0 stig á sjálfvirku stöðinni á Torfum í Eyjafirði og hefur hvergi orðið hærri á landinu það sem af er þessu ári. Um þetta og fleira má lesa í pistli nimbusar í dag. Það verður ekki endurtekið hér.

Í viðhenginu má hins vegar finna lista um hæsta hita ársins (það sem af er) á öllum sjálfvirkum veðurstöðvum landsins. Þar sést meðal annars að dagurinn í dag var sá hlýjasti á mestöllu Norðurlandi sem og víða austanlands. Smáblettir á norðausturhorninu og á Austfjörðum sitja þó eftir - með hæstan hita snemma í júní. Suðvestanlands eru dagar í kringum 10. júní einnig enn þeir hlýjustu.

Hiti hefur nú náð 10 stigum á öllum stöðvum landsins, í dag komst hitinn á Þverfjalli vestra í 10,9 stig. Það er lægsti hámarkshiti stöðvar það sem af er. Enn hefur hiti á Stórhöfða í Vestmannaeyjum ekki komist hærra en 12,3 stig - en sú tala hefur reyndar birst oftar en einu sinni (sjá viðhengið).

Í viðhenginu er einnig listi yfir hæsta hita á landinu hvern dag það sem af er ári á almennum sjálfvirkum stöðvum. Þar má m.a. sjá að tuttugustigadagar eru enn mjög fáir.

Morgundagurinn (miðvikudagur 10. júlí) gæti orðið góður víða norðan- og austanlands og jafnvel gert betur en dagurinn í dag. Því má búast við því að listinn í viðhenginu verði þá þegar úreltur. Fimmtudagur á enn möguleika á góðum árangri á Austurlandi - en síðan er það búið í bili og við tekur kuldi - jafnvel ískyggilegur (vonandi eru spár rangar).


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 10. júlí 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 144
  • Sl. sólarhring: 181
  • Sl. viku: 1885
  • Frá upphafi: 2467006

Annað

  • Innlit í dag: 127
  • Innlit sl. viku: 1724
  • Gestir í dag: 118
  • IP-tölur í dag: 114

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband