Hćsti hiti ársins - til ţessa

Í dag (ţriđjudaginn 9. júlí) komst hiti í 24,0 stig á sjálfvirku stöđinni á Torfum í Eyjafirđi og hefur hvergi orđiđ hćrri á landinu ţađ sem af er ţessu ári. Um ţetta og fleira má lesa í pistli nimbusar í dag. Ţađ verđur ekki endurtekiđ hér.

Í viđhenginu má hins vegar finna lista um hćsta hita ársins (ţađ sem af er) á öllum sjálfvirkum veđurstöđvum landsins. Ţar sést međal annars ađ dagurinn í dag var sá hlýjasti á mestöllu Norđurlandi sem og víđa austanlands. Smáblettir á norđausturhorninu og á Austfjörđum sitja ţó eftir - međ hćstan hita snemma í júní. Suđvestanlands eru dagar í kringum 10. júní einnig enn ţeir hlýjustu.

Hiti hefur nú náđ 10 stigum á öllum stöđvum landsins, í dag komst hitinn á Ţverfjalli vestra í 10,9 stig. Ţađ er lćgsti hámarkshiti stöđvar ţađ sem af er. Enn hefur hiti á Stórhöfđa í Vestmannaeyjum ekki komist hćrra en 12,3 stig - en sú tala hefur reyndar birst oftar en einu sinni (sjá viđhengiđ).

Í viđhenginu er einnig listi yfir hćsta hita á landinu hvern dag ţađ sem af er ári á almennum sjálfvirkum stöđvum. Ţar má m.a. sjá ađ tuttugustigadagar eru enn mjög fáir.

Morgundagurinn (miđvikudagur 10. júlí) gćti orđiđ góđur víđa norđan- og austanlands og jafnvel gert betur en dagurinn í dag. Ţví má búast viđ ţví ađ listinn í viđhenginu verđi ţá ţegar úreltur. Fimmtudagur á enn möguleika á góđum árangri á Austurlandi - en síđan er ţađ búiđ í bili og viđ tekur kuldi - jafnvel ískyggilegur (vonandi eru spár rangar).


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bloggfćrslur 10. júlí 2013

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 147
  • Sl. sólarhring: 334
  • Sl. viku: 1454
  • Frá upphafi: 2486522

Annađ

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 1296
  • Gestir í dag: 138
  • IP-tölur í dag: 138

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband