Sérstakur mánuður

Nýliðinn júní var býsna sérstakur. Hiti var ofan við meðallag um land allt og norðaustanlands hafa aðeins fáir júnímánuðir mælst hlýrri en þessi. Sunnanlands var sólarlítið og góðir dagar fáir. Skilgreining hungurdiska telur þrjá sumardaga í mánuðinum i Reykjavík, það er talsvert lakari heldur en hefur verið undanfarin ár, þó þarf ekki að fara lengra aftur en til 2006 til að finna færri í júní - og langtímameðaltal segir þá að jafnaði aðeins vera 1 til 2, svipað eða minna en nú.

Sjá annars síðu nimbusar og uppgjör Veðurstofunnar.

Júlí byrjar heldur kuldalega - kuldapollur fer yfir á mánudag og honum fylgir nokkuð óstöðugt loft - en síðan virðast lægðir eiga að fara til austurs fyrir sunnan land fram eftir vikunni.


Bloggfærslur 1. júlí 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 154
  • Sl. sólarhring: 311
  • Sl. viku: 1461
  • Frá upphafi: 2486529

Annað

  • Innlit í dag: 148
  • Innlit sl. viku: 1303
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 143

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband