Hitinn komst í 22 stig

Hitinn komst í 22 stig í dag, mánudag 3. júní. Hćstur varđ hann á Raufarhöfn en fleiri stöđvar náđu 20 stiga markinu. Ţetta er í fyrsta sinn á ţessu ári sem hitinn nćr 20 stigum. Ţađ er 11 dögum síđar heldur en ađ međaltali 1995 til 2009 (međaltal fyrir önnur árabil međ sambćrilegum stöđvafjölda hefur enn ekki veriđ reiknađ). Líklegt er ađ hiti komist einhvers stađar í 20 stig á morgun (ţriđjudag) og á miđvikudag (5. júní) er einnig góđ von, en hins vegar lítil á fimmtudaginn. Ástćđa kólnunar sést vel á kortinu hér ađ neđan.

w-blogg040613

Kortiđ gildir um hádegi á miđvikudag. Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar. Vindur blćs nokkurn veginn samsíđa ţeim og er ţví meiri eftir ţví sem línurnar eru ţéttari. Litafletir sýna ţykktina en hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. Skipt er um lit á 60 metra ţykktarbili og er jađarinn milli grćnu og gulu litanna viđ 5460 metra. Viđ segjum stundum óformlega ađ ţar byrji sumariđ - dagar međ ţykkt lćgri en ţetta eru ţó fjölmargir á íslensku sumri.

Gulbrúni bletturinn fyrir norđaustan land er hitinn sem nú (á mánudag) er ađ fara yfir landiđ. Lćgđardragiđ fyrir vestan land grynnist en ţokast austur á bóginn međ kaldara lofti, ţađ verđur yfir okkur á fimmtudag. Viđ sjáum ađ hćđarbeygja er á jafnhćđarlínunum yfir landinu - en vindur af suđri. Sunnanáttin ein og sér segir ađ ţađ verđi skýjađ um landiđ suđvestanvert, en hćđarbeygjan eykur hins vegar líkur á ađ ađ hann rífi af sér - ađ minnsta kosti inn til landsins.

Viđ sjáum ađ ţykktin yfir vestanverđu landinu er nćrri 5460 metrunum áđurnefndu - ţađ telst mikil heppni ef hiti undir slíkri ţykkt nćr 20 stigum - en ef sólin skín er aldrei ađ vita hvađ gerist. Meiri líkur eru auđvitađ á sólskini í sunnanáttinni norđaustanlands og ţar er ţykktin líka meiri.

En lćgđardragiđ fer sum sé yfir á fimmtudag - en hćđarhryggur fylgir í kjölfariđ. Hvađ svo gerist er óljóst. Úrkomusvćđi á ađ fara yfir seint á föstudag og/eđa laugardag. Von um hlýindi felst helst í ţví ađ kuldapollurinn yfir Labrador dóli til austurs vel fyrir sunnan land - en allt of snemmt er ađ fjalla frekar um ţann möguleika. Svo virđist sem viđ getum í bili ađ minnsta kosti veriđ róleg yfir kuldapollinum mikla í íshafinu - í dökkbláu litunum er vetur enn ríkjandi.


Bloggfćrslur 4. júní 2013

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg220725b
  • w-blogg220725a
  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 336
  • Sl. viku: 1412
  • Frá upphafi: 2486717

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1252
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband