Hlýrra loft á leiðinni

Nú virðist öllu hlýrra loft heldur en við höfum búið við að undanförnu vera á leið til landsins. Spár eru sammála um að sæmileg sumargusa að sunnan fari yfir landið á mánudag og þriðjudag með talsverðum vindi. Hlýjast verður norðaustanlands og líklegt að 20-stiga mörkunum verði náð í fyrsta skipti á þessu ári.

Þetta sést nokkurn veginn á spákorti sem gildir kl. 21 á sunnudagskvöld.

w-blogg020613

Jafnþrýstilínur eru heildregnar, úrkoma er sýnd með grænum og bláum litum og jafnhitalínur 850 hPa flatarins er strikaðar. Lægðin suðvestur í hafi er djúp miðað við árstíma og sunnanstrengurinn austan hennar býsna öflugur. Sé rýnt í kortið má sjá (það batnar talsvert við stækkun) að 5 stiga jafnhitalína 850 hPa flatarins er skammt sunnan við land og stefnir hingað.

Þótt loftið sé hlýtt miðað við ástandið að undanförnu er enn hlýrra loft enn yfir Norður-Noregi. Hlýindin þar hafa verið að slá hvert metið á fætur öðru að undanförnu. Hiti í Norður-Svíþjóð komst í rétt rúm 30 stig. Maímánuður hefur aldrei verið svona hlýr í Tromsö og nú. En þarna kólnar eitthvað næstu daga.

Það er svo talsverð spurning hvert framhaldið verður hér á landi. Lendum við í lægðar- eða hæðarbeygju? Hæðarbeygjan er mun hagstæðari, henni hefur nú oft verið spáð að undanförnu - en lítið orðið um efndir. Þetta ætti að skýrast betur á mánudaginn. Svo er það með enn hlýrra loft - kemst það um síðir til landsins?


Bloggfærslur 2. júní 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg220725b
  • w-blogg220725a
  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 336
  • Sl. viku: 1412
  • Frá upphafi: 2486717

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1252
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband