Hlýtt þar - kalt hér

Þar, í fyrirsögninni, vísar til hlýinda í Mið-Evrópu. Hlýr strókur sunnan frá Miðjarðarhafi gengur þar til norðausturs í vikunni. En á eftir fylgir lægðardrag með þrumum og kaldara veðri. Þetta sést á kortinu hér að neðan. Það er frá evrópurreiknimiðstöðinni og gildir kl. 18 á fimmtudag (20. júní).

w-blogg180613

Jafnhæðarlínur eru heildregnar og sýna lægðir, lægðardrög og hæðarhryggi. Litafletir sýna þykktina. Hún er meiri en 5700 metrar á stóru svæði sem rétt snertir Danmörku og Svíþjóð og nær alveg suður til Miðjarðarhafs. Smáblettur sýnir meiri þykkt heldur en 5760 metra. Nýleg úrkoma sem olli flóðum á svæðinu er líkleg til að draga heldur úr hámarkshita - mikil orka fer í að láta bleytuna gufa upp. Þó eru hitaaðvaranir í gildi í að minnsta kosti Austurríki, Tékklandi og hluta Póllands auk sumra Balkanlanda.

Lægðin yfir Frakklandi fer til norðausturs og henni fylgja miklir þrumugarðar og öllu svalara veður. Hér á landi sitjum við hins vegar uppi með þykkt á bilinu 5340 til 5400 metra. Það er allt of lágt - hámarkshiti á landinu nær 15 til 18 stigum þar sem sólin skín. Allt umfram það telst sérstök heppni. Og ekki allt búið enn.


Bloggfærslur 18. júní 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg220725b
  • w-blogg220725a
  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 336
  • Sl. viku: 1412
  • Frá upphafi: 2486717

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 1252
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband