18.5.2013 | 01:38
Kalt vor í Alaska
Í Alaska mun hafa verið kalt í vor og er enn. Sagt er að varla hafi verið jafnkalt síðan 1992 og enn sé möguleiki á að komast nær metum. Hitinn í apríl var sá sjöundi lægsti frá upphafi samfelldra mælinga 1918 (Bandaríska veðurstofan). Þarlendir bloggarar fylgjast með ástandinu. Einn þeirra er í Fairbanks og virðist nokkuð virkur. Fairbanks er inni í miðju landi og þar ríkir meginlandsloftslag, skiptast á jökulkaldir vetur og hlý sumur. Harla ólíkt Íslandi.
Suður í Lægi (Anchorage) er tíð heldur líkari því sem við þekkjum, sjónarmun sunnar en Reykjavík. Þar var snjór og snjókoma í dag (föstudag). Á bandarísku veðurstofunni er sú regla að einhver veðurfræðinga á vakt í svæðismiðstöðvunum ryður úr sér á prenti langri rollu um stöðu dagsins bæði við jörð og í háloftum. Þetta er hástafatexti í belg og biðu. Textinn í dag byrjaði svona:
AN UPPER LEVEL TROUGH ACCOMPANIED BY MUCH-ADVERTISED UNSEASONABLY
COLD AIR IS MOVING THROUGH SOUTHERN ALASKA THIS AFTERNOON.
Eins og sjá má fá fræðingarnir nokkuð frjálsar hendur í orðavali. Ritstjóri hungurdiska áttar sig ekki alveg á því hvort hér gætir mæðutóns vakthafandi sem hefur þurft að búa við langvinnt símaáreiti út af kuldaspá sjónvarpsveðurfræðings - eða bara venjulega kaldhæðni í kuldanum. Hrá þýðing er nokkurn veginn svona: HÁLOFTALÆGÐARDRAG Á LEIÐ YFIR SUÐUR-ALASKA NÚ SÍÐDEGIS BER MEÐ SÉR MARGAUGLÝSTA ÓVENJULEGA VORKULDA. Jú, það er einhver mæða í þessu.
En við skulum líta á lægðardragið (margauglýsta). Spáin er frá evrópureiknimiðstöðinni og gildir um hádegi laugardaginn 18. maí.
Þetta er sneið úr hefðbundnu norðurhvelskorti sem sýnir jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins heildregnar en þykktin er sýnd í lit. Eins og venjulega eru mörk á milli grænna og blárra lita sett við 5280 metra þykkt. Því minni sem þykktin er því kaldara er loftið í neðri hluta veðrahvolfs. Þumalfingursregla segir að hvert litabil samsvari um 3 stigum á Selsíuskvarða.
Sjónarhorn kortsins er óvenjulegt. Norðurskaut er til vinstri rétt ofan við miðju. Ísland sést á hvolfi rétt undir textaborðanum. Lægðin skammt þar frá er sú við Suður-Grænland og fjallað var um í pistli gærdagsins.
Alaska er neðarlega á myndinni þar teygir myndarlegt lægðardrag sig suður um - frá myndarlegum kuldapolli norðan við austurhorn Síberíu. Í lægðardraginu er hinn margauglýsti kuldi - og bara býsnagrimmur miðað við árstíma. Sýnist sem það sé 5220 metra jafnþykktarlínan sem liggur um Anchorage. Hún dugar í snjókomu inn til landsins og við ströndina líka sé úrkoman nægilega áköf.
Vefmyndavélar sýna þegar þetta er skrifað (upp úr hádegi á föstudegi að Alaskatíma) dæmigerðan maísnjó í Reykjavík (sem er þrátt fyrir allt ekki algengur), blauta grámyglu. Væntanlega er bylur til fjalla og inni í sveitum. Kaldasta loftið á kortinu er yfir norðvesturströnd Alaska, þar er þykktin minni en 5040 metrar - vetur á fullu. En norðurhluti Alaska er fyrir suðurhlutann eins og Grænland fyrir okkur - þar getur veturinn ríkt fram á sumar ef svo ber undir.
Í áframhaldi spátextans sem vitnað var í hér að ofan kemur fram að dragi úr vindi eftir að létt hefur til gætu kuldamet fallið á svæðinu. Síðan er gert ráð fyrir því að hiti komist upp í meðallag um miðja næstu viku. Það þýðir að græni liturinn breiðist yfir mestallt eða allt fylkið. En hafi evrópureiknimiðstöðin rétt fyrir sér verpir lægðardragið eggi - litlum kuldapolli sem fer áfram suðsuðaustur allt til Seattle og nágrennis. Þar á þykktin stutta stund að komast niður í bláa litinn á miðvikudag eða svo.
Algengt er að litlir kuldapollar af þessu tagi tefji sumarkomuna við norðvesturströnd Bandaríkjanna, júní er oft furðukaldur á þeim slóðum. En síðan kemur sumarið þar svo um munar.
Dekksti brúni liturinn á kortinu sýnir þykkt meiri en 5760 metra yfir Oklahóma eða þar um kring. Þar er svo sannarlega komið sumar (með hættu á þrumuveðrum og illum vindum).
Bloggfærslur 18. maí 2013
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 8
- Sl. sólarhring: 164
- Sl. viku: 1749
- Frá upphafi: 2466870
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1605
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010