Snjókomudagar í Reykjavík í maí

Fjöldi snjókomudaga er býsna tilviljanakenndur frá mánuði til mánaðar og ári til árs. Við lítum hér á snjókomudagafjölda í Reykjavík í maí 1920 til 2012. Dagur er merktur sem snjókomudagur hafi einhver hluti úrkomunnar þann daginn fallið sem snjór. Ekki skiptir máli hversu mikið eða lítið það er og ekki heldur hvert hlutfall hans er í heildarúrkomu dagsins. Snjókomudagar eru vor og haust fleiri heldur en alhvítir dagar um landið suðvestanvert.

w-blogg120513

Lárétti ásinn sýnir árin en sá lóðrétti dagafjöldann. Af gráu súlunum má sjá snjókomudagafjölda í maí öll ár tímabilsins. Það vekur strax athygli að breytileikinn er mjög mikill. Maímánuðirnir eru 93, þar af 31 alveg án snjókomudags. Flestir voru snjókomudagarnir í maí 1937, 8 talsins og þeir voru 7 í maí 1989.

Þrátt fyrir alla óregluna frá ári til árs er samt greinilegt að snjókomudagar voru mun fleiri á tímabilinu kalda síðari hluta 20. aldar heldur en bæði fyrr og síðar. Varla er það tilviljun.


Bloggfærslur 12. maí 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 164
  • Sl. viku: 1749
  • Frá upphafi: 2466870

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 1605
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband