Enn einn hlýindavetur liðinn

Á Veðurstofunni nær veturinn yfir tímabilið desember til mars. Það tímabil á betur við hérlendis heldur en alþjóðaveturinn desember til febrúar. Reyndar var það svo í nágrannalöndunum að mars 2013 varð kaldari heldur en vetrarmánuðirnir hver um stig. Það hefur gerst hér líka að vormánuðurinn apríl hafi verið kaldasti mánuður ársins.

Samkvæmt gamla íslenska tímatalinu nær veturinn yfir allan tímann milli fyrsta vetrardags og sumardagsins fyrsta. Hvar núlíðandi vetur lendir í metingi á þeim vettvangi verður að sýna sig. Fyrirfram má þó segja að þar sem nóvember var rétt í rúmu meðallagi hér á Suðurlandi er varla að árangurinn verði jafngóður og veðurstofuveturinn státar nú af.

Það eru aðeins þrír vetur sem hafa gert betur í Reykjavík frá upphafi samfelldra mælinga þar 1871. Einn vetur á eldra mæliskeiði Reykjavíkur (1823 til 1854) blandar sér í flokk þeirra allra hlýjustu. Það er 1847.

En lítum á meðalvetrarhitann á mynd.

w-blogg030413

Þrepið 2003 verður nú sífellt áþreifanlegra - en ekki megum við þó halda að við stöndum á því um alla framtíð. Kuldinn í nágrannalöndunum í austri sýnir að hitann má að minnsta kosti að einhverju leyti þakka afbrigðilegum hringrásaraðstæðum. Fyrirstöðuhæðin góða sér um sitt.

Í mars var hún þó vestar heldur en í janúar og febrúar. Svo virðist sem hún lifi áfram um sinn - en þetta er nú orðin býsna löng syrpa.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 3. apríl 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 152
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 2161
  • Frá upphafi: 2466850

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 2000
  • Gestir í dag: 133
  • IP-tölur í dag: 128

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband