Af suðlægri stöðu heimskautarastarinnar

Þeir sem fylgjast með erlendum veðurfréttum er fullkunnugt um óvenjulega stöðu heimskautarastarinnar um þessar mundir. Er henni kennt um kuldatíð í Evrópu og Ameríku. Ætli þar sé ekki rétt með farið.

En lítum á spá kort af N-Atlantshafi sem gildir um hádegi á páskadag. Þar má sjá hæð 300 hPa-flatarins og vindstyrk og stefnu í honum.

w-blogg300313a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar. Vindstyrkur og stefna eru sýnd með hefðbundnum vindörvum, en vindstyrkur auk þess með lit. Við sjáum rétt í norðurjaðar rastarinnar yfir Spáni. Norðan við Ísland er önnur röst. Hún liggur í suðurjaðri aðalkuldapollanna yfir N-Íshafi. Bylgjur á henni hafa blessunarlega látið okkur vera að mestu.

En lítum nú á stærra sjónarhorn á sömu spá - megnið af norðurhveli norðan við 30. breiddargráðu.

w-blogg300313b

Hér sjáum við betur. Meginkjarni rastarinnar (skotvindurinn) liggur suður á 35. breiddargráðu og á að haldast þar næstu daga að minnsta kosti.

En nú fer smám saman að vora á norðurhveli og þá dregur úr rastavirkni. Auðvitað vilja menn kenna þessa óvenjulegu stöðu ísbráðnun síðastliðins sumars í Íshafinu. Birtist nú hver greinin á fætur annarri þar sem þessi skipan mála er rökstudd. Stefan Rahmstorf, einn þekktasti hringrásarspekingur samtímans fjallar um þetta í bloggpistli. Tengillinn er á þýðingu þýska textans á ensku. Þar má finna tengil á þýska, upprunalega textann. Í greininni er líka athyglisvert skítkast.


Bloggfærslur 30. mars 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 113
  • Sl. sólarhring: 228
  • Sl. viku: 2122
  • Frá upphafi: 2466811

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 1967
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 99

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband