Enn af loftþrýstivaktinni

Meðalþrýstingur það sem af er mánuðinum er nú rétt rúmlega 1020 hPa í Reykjavík. Þrýstingi er spáð yfir 1020 næstu þrjá daga - en síðan á hann heldur að síga. Fyrir þremur dögum var mánuðurinn í 10. hæsta þrýstisæti marsmánaða frá upphafi (1821) en er nú kominn upp í það sjöunda.

 árþrýstingur
119621027,8
218401026,5
318831024,2
419161023,7
518671023,5
619001022,8
720131020,3

Spurning hvar við endum eftir viku. Allir mánuðirnir í 1. til 6. sæti á listanum sigu fram til mánaðamóta nema mars 1900 - hann slaknaði ekki. Bæði 1883 og 1916 gerði mikil norðanveður með sköðum síðustu viku marsmánaðar. Veðrið 1883 hitti á páskana og getur því talist páskahret. Mannskaðahríðarveður gerði einnig í mars 1867. Mars 1962 var aðallega með spekt, kunnu þá ung veðurnörd lítt að meta háþrýstinginn og þreyttust á tilbreytingasnauðum norðaustannæðingnum og úrkomuleysinu. Héldu sömuleiðis í reynsluleysinu að -30 stiga frost í Möðrudal væri bara eitthvað venjulegt.


Bloggfærslur 25. mars 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 105
  • Sl. sólarhring: 260
  • Sl. viku: 2114
  • Frá upphafi: 2466803

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 1959
  • Gestir í dag: 96
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband