Mikill háloftahryggur rís yfir Grænlandi

Nú rís mikill háloftahryggur sunnan úr höfum og allt til Norður-Grænlands. Við verðum í austurjaðri hans næstu daga. Norðanátt er auðvitað í háloftunum austan við hæðarhryggi. Staðan á morgun (föstudag) sést vel á kortinu hér að neðan. Það sýnir hæð 300 hPa-flatarins og vinda í honum.

w-blogg150313b

Jafnhæðarlínur eru heildregnar og eru merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Yfir Íslandi er flöturinn í um 8700 metra hæð. Vindur er sýndur með hefðbundnum vindörvum en lituðu svæðin sýna hvar vindurinn er mestur. Kvarðinn er í hnútum að þessu sinni. Með því að deila í þá tölu með tveimur má fá vindhraðann í m/s (nærri því). Græni liturinn byrjar við 80 hnúta - eða um 40 m/s.

Mjór en öflugur norðanstrengur nálgast Ísland úr vestri og verður yfir landinu á laugardag og sunnudag. Nýjustu spár segja hann bakka aftur til vesturs á mánudag - hvort af því verður er óljóst.

Þegar veðrið er í vondu skapi hvessir illa undir vindstrengjum af þessu tagi - en við virðumst eiga að sleppa nærri því alveg að þessu sinni. Jafnþykktar- og jafnhæðarlínur hallast á sama veg og eru jafnþéttar - þá verður enginn vindur við jörð. Að vindur verði enginn á landinu á laugardag og sunnudag er auðvitað fullmikið sagt. Mikill bratti í þykktar- og hæðarsviðum fellur sjaldan svo vel saman að ekki hreyfi vind við jörð. Auk þess ræður misgengi sviðanna ekki öllum vindi - fleira kemur við sögu.

Hvort veðrið verður í vondu eða góðu skapi um helgina vita hungurdiskar ekki. Þeir sem þurfa að treysta á veður taka hóflega mark á rausinu á þeim bæ og leita frekar til Veðurstofunnar eða annarra til þess bærra „aðila“.


Bloggfærslur 15. mars 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 108
  • Sl. sólarhring: 238
  • Sl. viku: 2117
  • Frá upphafi: 2466806

Annað

  • Innlit í dag: 103
  • Innlit sl. viku: 1962
  • Gestir í dag: 99
  • IP-tölur í dag: 95

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband