Sýndarvor

Nú eru liðnar réttar 6 vikur frá áramótum og sýndarvorið heldur áfram. Já, auðvitað er það ekkert vor - en meðalhiti það sem af er ári hefur samt verið á svipuðu róli og gerist í þriðju viku aprílmánaðar, rétt fyrir sumardaginn fyrsta. Næstu daga verða varla hlýindi en ekki heldur kuldar og spár lengra fram í tímann eru ekki kuldalegar. Standi veðurlag af þessu tagi nógu lengi verður það merkilegt. Við skulum líta á hvernig árið stendur sig (lítið líka endilega á vef nimbusar  þar sem fylgst er með stöðunni frá degi til dags).

Upplýsingar liggja fyrir um morgunhita í Stykkishólmi allt aftur til 1846. Meðalhiti kl. 9 fyrstu 42 daga ársins í ár er 1,9 stig. Aðeins fjórum sinnum hefur árið byrjað betur:

árhiti °C
19872,47
19292,28
19722,15
19641,93
20131,90
18471,82
20101,71

Við splæsum hér í tvo aukastafi í °C - þótt það sé vafasamt. Ársbyrjun 1987 er hlýjust, síðan í röð 1929, 1972 og 1964. Mikið þrek þarf til að halda í 1929 og 1964 til lengdar - þau ár voru sérlega hlý alveg fram í apríl. Fleiri ár áttu svo góða spretti í febrúar og mars að þau rífa sig upp listann fljótlega og lenda í harðri samkeppni.

Í Reykjavík og Akureyri ná upplýsingar um daglegan hita ekki alveg á lausu nema aftur til 1949, en á því tímabili hafa fyrstu 42 dagarnir aðeins fjórum sinnum orðið hlýrri en nú. Á Akureyri átta sinnum á sama tímabili.

Það er fyrst og fremst á þráanum (ef svo má að orði komast) og jöfnuði sem þessar fyrstu sex vikur hafa staðið sig svona vel. Þrátt fyrir góða byrjun á febrúar er hann samt ekki kominn nærri toppsæti enn (sjá „xls-fylgiskjal“ nimbusar). Meðalhiti í hlýjasta febrúar í Reykjavík er 5 stig - ótrúlegt en satt (1932). Sýnist helst að hiti afgang mánaðarins þyrfti að haldast í einum sjö stigum til að nútímanum takist að toppa það. Slíku er alla vega ekki spáð þessa dagana.


Bloggfærslur 12. febrúar 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 63
  • Sl. sólarhring: 373
  • Sl. viku: 2072
  • Frá upphafi: 2466761

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 1919
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband