Þrjú hlý tímabil

Enn er rætt um landsmeðaltal hita og vaðið á súðum. Á löngum tíma er mikill órói í veðurstöðvakerfinu. Þegar hiti til langs tíma er reiknaður er léttara að fást við meðaltöl sömu stöðva á sem lengstu tímabili frekar en þær allar. Það sem hér fer að neðan byggir á meðaltali 26 stöðva um land allt. Munur á því og þeim meðaltölum sem hungurdiskar hafa fjallað um að undanförnu er reyndar lítill - en það er ekki viðfangsefni dagsins.

Hér verður hitafar þriggja hlýrra tímabila borið saman, þau hlýjustu sem við þekkjum úr mælisögunni. Fyrst er að telja það hlýskeið sem enn stendur yfir, 1998 til 2013. Í öðru lagi er fyrsti toppur tuttugustualdarhlýskeiðsins mikla, við veljum árin 1928 til 1943 til að vera með jafnlangan tíma í takinu. Árið 1943 kom tímabundið hik á hlýindin. Mjög hlýtt var einnig um miðjan fimmta áratuginn en síðan kom talsvert bakslag árið 1949 og stóð til 1952. Þá náðu hlýindin sér aftur á strik (nema á sumrin) þar til hafísárin svokölluðu gengu í garð 1965.

w-blogg051013

Við hugsum ekkert um leitni, hún ræðst algjörlega af vali gluggans. Það sem skiptir máli eru yfirburðir hlýindaskotsins 2002 til 2004 og sömuleiðis hinn litli breytileiki eftir 2005. Á hinum hlýskeiðunum báðum teygja hæstu tindar sig upp í um 5 stig hvað eftir annað en detta þess á milli sífellt niður fyrir 3,5 stig. Núverandi hlýindi eru ákaflega sérstök hvað þetta varðar.

Nú er spurningin hvort flatneskjan endar í dýfu eða nýju hlýskoti upp úr flatneskjunni. Sagan segir okkur að annað hvort er óumflýjanlegt.

Þáttur hnattrænnar hlýnunar er undirliggjandi en sést ekki á þessari mynd og ekki nema mun lengra tímabil sé lagt undir. Hérlendis gæti verið um 0,7 stig á öld að ræða. Sá er t.d. munurinn á brokkgengu hlýskeiði 19. aldar og 20. aldarhlýskeiðinu og jafnframt munur á 19. aldarkuldaskeiðinu langa og síðtuttugustualdarkuldaskeiðinu sem fjölmargir muna. Munurinn á hæstu tölunni (1941) og toppinum 2003 er 0,26 stig - það samsvarar 0,4 stigum á öld. Munurinn á lægstu tölu dældarinnar 1940 og lægstu tölunni 2005 er 0,24 stig - líka um 0,4 stig á öld. En - einstakir toppar eru einskær tilviljun.


Bloggfærslur 5. október 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 121
  • Sl. sólarhring: 173
  • Sl. viku: 1329
  • Frá upphafi: 2486238

Annað

  • Innlit í dag: 102
  • Innlit sl. viku: 1168
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband