Illviđriđ í Danmörku og víđar

Í dag (mánudaginn 28. október) gerđi mikiđ illviđri um England sunnanvert, viđ Norđursjó sunnanverđan, í Danmörku og Suđur-Svíţjóđ - og kannski líka í Eystrasaltslöndum.

Ţegar ţetta er skrifađ er danska veđurstofan (DMI) nánast búin ađ gefa út heilbrigđisvottorđ á mestu vindhviđu sem mćlst hefur ţar í landi. Mesta hviđan sem hún nefnir á vef sínum er 53,5 m/s. Ţađ er mjög mikiđ. Viđ sjáum reyndar alloft hćrri tölur hér á landi - en ţá međ fjallalandslag til ađstođar bćđi til ađ styrkja vindstrengi og rífa ţá sundur í skrúfvinda. En viđ bíđum frétta af ţví hvort hviđan danska hefur mćlst í löglegri 10 metra hćđ eđa í einhverju stórmastri eđa vindmyllu (líklegt).

Viđ skulum nota tćkifćriđ og líta á 500 hPa hćđar- og ţykktargreiningu evrópureiknimiđstöđvarinnar um hádegi. Kortiđ batnar ekki mikiđ viđ stćkkun - en rýnum í ţađ.

w-blogg291013

Jafnhćđarlínur eru heildregnar en ţykktin sýnd međ litum. Mörkin milli grćnu og gulu litanna er sett viđ 5460 metra. Ţykktin breytir um lit á 60 metra bili og jafnhćđarlínurnar eru dregnar jafnţétt.

Svo kemur mun erfiđara efni. Ţeir sleppi sem vilja - takk fyrir innlitiđ.

Viđ tökum í fyrsta lagi eftir ţví hvađ fyrirferđ háloftalćgđardragsins sem ber lćgđina er lítil. Ţetta er mjög stutt bylgja (og fer ógnarhratt yfir). Í öđru lagi sést vel hvernig fleygur af hlýju lofti stingur sér inn til móts viđ bylgjuna, jafnţykktarlínurnar eru mun gisnari heldur en jafnhćđarlínurnar. Slíkt fyrirkomulag er ávísun á mikinn vind ţegar bćđi hćđ og ţykkt hallast á sama veg. (Bćđi sviđ hallast til norđvesturs). Ţví gisnari sem jafnţykktarlínurnar eru og ţví ţéttari jafnhćđarlínur ţví meiri verđur sjávarmálsvindurinn.

Ţađ er hćgt ađ telja út á ţessu korti hversu mikill vindauki viđ sjávarmál fćst út úr mun hćđar- og ţykktarbratta yfir Danmörku - en ţađ nennir auđvitađ enginn ađ telja, ţađ ţarf ţá líka ađ vita nákvćmlega hversu hver breiddargráđa er löng á kortinu. Einhverjir eiga kannski hentuga tommustokka til ađ mćla lengdir á skjánum. Lćgđin er ţar ađ auki svo lítil um sig ađ viđbúiđ er ađ viđ sjáum versta vindstrenginn alls ekki á ţessu korti - jafnvel ekki ţeir sem stunda prjónaskap eđa útsaum.

Viđ sjáum hér á landi öđru hvoru illviđri sem ganga fyrir ţessu sama - gisnu (samvísandi) ţykktarsviđi í miklum hćđarbratta. Séu ţykktar- og hćđarsviđ jafnbrött (samvísandi) eyđist vindur viđ sjávarmál - sé ţykktarbratti meiri heldur en hćđarbrattinn (enn samvísandi) snýst vindur viđ sjávarmál í öfuga átt miđađ viđ háloftavindinn.


Bloggfćrslur 29. október 2013

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 126
  • Sl. sólarhring: 176
  • Sl. viku: 1334
  • Frá upphafi: 2486243

Annađ

  • Innlit í dag: 106
  • Innlit sl. viku: 1172
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband