Þungskreið lægð (meinlítil fyrir okkur)

Næsta lægð fer til austurs fyrir sunnan land um helgina. Hún er stór um sig og talsvert djúp en hefur aðallega óbein áhrif hér á landi. Sjá má tillögu evrópureiknimiðstöðvarinnar um ástandið á hádegi á laugardag hér að neðan. Laugardagurinn er líka fyrsti vetrardagur í ár samkvæmt íslenska tímatalinu. Hann er í tilfinningunni ískyggilegastur fyrir að sýna svart á hvítu að sex mánuðir séu eftir til vors - að minnsta kosti. Veturinn hér á landi er miklu lengri heldur en blessað örstutt sumarið.

w-blogg251013 

Við sjáum hvernig aðallægðin hefur slitnað frá úrkomubakkanum sem fer hraðar til austurs heldur en lægðarmiðjan. Ef vel er að gáð má sjá mun minni lægð við bakkann norðanverðan - sú verður aðeins nærgöngulli við okkur heldur en aðallægðin - en fer líka til austurs. Eins og við er að búast snýst vindur á landinu meira til norðurs á sunnudaginn.

Breskir og danskir veðurfræðingar fylgjast vel með lægðinni suðaustur af Nýfundnalandi. Í sumum spám fer hún býsna kröpp yfir Bretland og síðan norðaustur um Skagerak á mánudag. En þetta er sýnt illviðri en ekki gefið. Þriggja til fjögurra daga spár hafa haft tilhneigingu til þess að undanförnu að mála veðrið nokkuð sterkum litum - sem síðan vatnast út þegar nær dregur. En allur er varinn góður.


Bloggfærslur 25. október 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 126
  • Sl. sólarhring: 176
  • Sl. viku: 1334
  • Frá upphafi: 2486243

Annað

  • Innlit í dag: 106
  • Innlit sl. viku: 1172
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband