Hauststillur á heimskautaslóđum

Ţađ er ekki ađeins hér á landi sem veđur eru hćg um ţessar mundir. Víđast hvar á norđurslóđum gegnir sama máli. Ţađ er helst ađ órói sé á N-Kyrrahafi. Rólyndiđ sést vel á kortinu hér ađ neđan en ţađ er úr garđi evrópureiknimiđstöđvarinnar og gildir um hádegi á laugardag (19. október).

w-blogg181013a

Kortiđ sýnir sjávarmálsţrýsting, jafnţrýstilínur heildregnar en litafletir greina frá hita í 850 hPa-fletinum - um 1500 metra yfir sjávarmáli. Ţrýstilínurnar eru hvergi mjög ţéttar nema helst viđ jađar hlýja loftsins suđur af Íslandi (neđri örin bendir á landiđ) og viđ lćgđina sem er viđ Kólaskaga. Sú hefur valdiđ töluverđri snjókomu í Norđur-Noregi undanfarna daga, snjódýpt mćldist 15 cm viđ veđurstofuna í Tromsö í morgun.

Viđ Ísland er enn hlýr blettur á laugardag (gula svćđiđ). Óvenjuleg hlýindi eru í Alaska og til ţess er tekiđ ađ frostlaust hefur veriđ dag og nótt t.d. í Fairbanks - legiđ hefur viđ metum. En ţađ endist ađ sjálfsögđu ekki til frambúđar. Efri örin bendir á norđurskautiđ. Dekksti blái liturinn sýnir svćđi ţar sem hiti er á bilinu -16 til -20 stig.

Einnig er rólegt í háloftum norđurslóđa. Ţađ sýnir kortiđ hér ađ neđan sem líka gildir um hádegi á laugardag. Jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar en ţykktin er sýnd í litum. Kvarđinn batnar mjög viđ stćkkun.

w-blogg181013b

Ísland er enn í hćđarhrygg sem liggur frá Skotlandi vestur um Grćnland til Labrador. Furđuhlýtt er enn yfir Kanadíska heimskautaeyjaklasanum en kuldapollur viđ norđurskautiđ er ađ sćkja í sig veđriđ. Í grunninn myndast norrćnir kuldapollar ţannig ađ loft kólnar viđ útgeislun og dregst ţar međ saman og ţykktin minnkar og hćđ háloftaflata lćkkar. Smám saman bćtast fleiri og lćgri jafnhćđarlínur viđ ţćr sem fyrir eru. Viđ ţađ vex vindur í háloftum og bylgjur fara ađ myndast.

Á ţessu korti sjáum viđ nokkrar smábylgjur viđ norđurjađar hćđarhryggjarins yfir Grćnlandi. Spár gera helst ráđ fyrir ţví ađ ein eđa tvćr ţeirra vaxi svo ađ ţćr nái suđur til Íslands og valdi hér bćđi vaxandi vindi og kólnandi veđri eftir helgina. En heldur er ţetta samt óráđiđ ennţá.


Bloggfćrslur 18. október 2013

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 124
  • Sl. sólarhring: 176
  • Sl. viku: 1332
  • Frá upphafi: 2486241

Annađ

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 1170
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband