Hæðin heldur í nokkra daga - en kólnar

Hæðin mikla fyrir austan land hefur nú misst tengsl við hlýtt aðstreymi úr suðri og verður nú að lifa á því sem hún hefur þegar fengið. En hún er samt myndarleg á morgun (sunnudag) eins og sjá má á kortinu hér að neðan.

w-blogg131013a

Þetta er 500 hPa hæðar- og þykktarkort. Jafnhæðarlínur eru heildregnar en þykktin er sýnd með litum Því meiri sem hún er því hlýrra er loftið Litakvarðann vantar á myndina, en mörkin á milli grænu og gulu svæðanna eru við 5460 metra og mörkin milli blárra og grænna við 5280 metra

Þykktin í hæðarmiðjunni er enn vel yfir 5520 metrum - það þykja góð sumarhlýindi hér á landi, en þegar sól lækkar á lofti njótum við mikillar þykktar síður - nema að vindur blási og blandi lofti að ofan niður undir sjávarmál. Næstu daga á hæðin að gefa sig frekar - henni er helst spáð reki til vesturs.

Við sjáum að kalda loftið er við Norður-Grænland. Lægðin þar á að fara til N-Noregs og veldur þar kulda þegar að því kemur. Þegar hæðin er komin vestur fyrir Ísland gæti kaldara loft komið hingað úr norðri. Eins og spár eru þegar þetta er skrifað virðist þó sem tiltölulega hlýr hæðarhryggur haldist í námunda við landið og haldi aftur af kalda loftinu. En á kortinu er þykktin yfir landinu í kringum 5500 metra - en lækkar niður undir 5300 metra þegar líður á vikuna.

Allt er þetta nokkuð hagstætt - svo lengi sem það endist.


Bloggfærslur 13. október 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 137
  • Sl. sólarhring: 184
  • Sl. viku: 1345
  • Frá upphafi: 2486254

Annað

  • Innlit í dag: 116
  • Innlit sl. viku: 1182
  • Gestir í dag: 103
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband