2.1.2013 | 00:09
Hlýjar sunnanáttir?
Að sögn reiknimiðstöðva verður sunnanátt ríkjandi á næstunni með hlýviðri miðað við árstíma og mikilli úrkomu um landið sunnanvert. Fjölmörg lægðakerfi eiga að fara yfir landið eða vestan við það og erfitt að fylgja þeim öllum eftir í spám. Við lítum vonandi á þau mál ef einhver sérstök tíðindi verða uppi - en lítum í dag til heiðhvolfsins - en þar virðist merkileg breyting vera í uppsiglingu.
Lítum á spá bandarísku veðurstofunnar (gfs-líkanið) um hæð 30 hPa-flatarins og hita í honum um hádegi á morgun (miðvikudaginn 2. janúar).
Kortið sýnir meginhluta norðurhvels jarðar norðan við 25. breiddarstig, Ísland er rétt neðan við miðja mynd. Kort -, tölur og kvarðar sjást mun betur sé kortið stækkað. Jafnhæðarlínur eru svartar og merktar í dekametrum (1 dam = 10 metrar), en litafletir sýna hita. Fjólublái liturinn byrjar við -82°C frost. Brúna svæðið er hlýjast, þar er frostið ekki nema -30°C. Ef vel er að gáð má sjá örsmáa dökkbrúna bletti þar sem talan -28 sést.
Innsta jafnhæðarlínan, alveg inni undir L-inu sýnir 22100 metra (22,1 km), en sú hæsta 23800 metra (23,8 km). Aðeins ein lægð er á öllu hvelinu. Það er venjulegt ástand. Mikill vindur blæs umhverfis lægðina í vindröst sem á erlendum málum er kennd við heimskautanóttina (polar night jet) - við gætum kallað hana skammdegisröstina. Hámarksvindur hennar er venjulega heldur ofar en þetta kort sýnir, í 25 til 30 km hæð frá jörð.
Ef trúa má reikningum bæði gfs-líkansins og evrópureiknimiðstöðvarinnar verður gríðarleg breyting í heiðhvolfinu næstu daga og sýnir síðara kortið stöðuna eins og reikningar sýna hana verða á sunnudaginn kemur, 7. janúar.
Við sjáum hér að lægðin hefur skipst alveg í tvennt og austanátt er ríkjandi norðan við lægðarmiðjurnar. Skammdegisröstin hefur slitnað í sundur. Þegar þetta gerist getur ástandið í bylgjumynstri veðrahvolfsins orðið mjög óstöðugt í nokkra daga á eftir með tilheyrandi hitabylgjum og kuldaköstum víða um norðurhvel. Áður en vit fór að verða í veðurspám meira en 1 til 3 daga fram í tímann þóttu snöggar breytingar í heiðhvolfinu hafa forspárgildi því tölvuspárnar náðu illa til heiðhvolfsins. En nú talast hvolfin tvö náið hvort við annað í líkönum.
En það er gaman að geta fylgst með svona risastórum breytingum í beinni útsendingu.
Bloggfærslur 2. janúar 2013
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 26
- Sl. sólarhring: 483
- Sl. viku: 2035
- Frá upphafi: 2466724
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1882
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010