Köldustu dagar í október (nördafóđur)

Hungurdiskar halda áfram ađ fóđra nördin. Ađrir lesendur eru ađ vanda beđnir forláts. En köldustu dagar októbermánađar mega ekki gleymast. Hér er átt viđ köldustu daga ţess mánađar frá og međ 1949 til 2010. Viđ lítum á lćgsta landsmeđalhita, lćgsta međallágmark og lćgsta međalhámark. Listarnir ţrír bjóđa ađ sjálfsögđu upp á endurtekningar.

ármándagur m-lágmark
19681030 -7,82
19681031 -6,21
19701027 -5,67
19961031 -5,58
19701026 -5,03
19671016 -4,66
19701028 -4,64
19711011 -4,36
19621028 -4,29
20051026 -4,20

Hér sést ekki mikiđ af dögum nýrrar aldar. Einn ţeirra nćr ţó upp í 10. sćtiđ, 26. október 2005. Dagurinn í 9. sćti er frá 1962 og í 5. sćti er dagur frá 1996. Afgangur daganna er frá hafísárunum svonefndu. Enginn hafís var ţó í október ţau ár. Ţrítugasti október 1968 er langkaldastur allra októberdaga í 62 ár og dagurinn eftir, sá 31. er nćstkaldastur.

ármándagur m-lágmark
19671017 -9,85
19681030 -9,76
19681031 -8,82
19701027 -8,65
20051026 -7,83
19701028 -7,28
19491025 -7,19
19711013 -7,05
20021028 -6,88
20081028 -6,83

Listinn yfir daga lćgsta međallágmarkshita er ekki eins. Sautjándi október 1967 nćr toppsćtinu en var í 6. sćti á fyrri listanum. Ég held ađ hvassara hafi veriđ dagana köldu 1968 heldur en 1967 en lágmarkshiti er oftast lćgstur í hćgum vindi. Dagurinn kaldi 2005 er hér kominn upp í 5. sćti. Ţá mćldist líka lćgsti hiti sem mćlst hefur á landinu í október, -23,4 stig, ţađ var á Brúarjökli. Athuganir byrjuđu ţar skömmu áđur. Kaldir dagar 2002 og 2008 komast líka á listann. Ţann 28. áriđ 2002 mćldist lćgsti hiti sem vitađ er um í byggđ hér á landi í október, -22.3 stig á sjálfvirku stöđinni viđ Mývatn.

ármándagur m-lágmark
19681031 -4,55
19701027 -3,22
19681030 -2,95
19961031 -2,63
19701028 -2,11
19701026 -2,07
19711011 -1,91
19811013 -1,82
19621031 -1,71
19711012 -1,65

Ađ lokum er listi yfir ţá 10 daga sem hámarkshiti hefur veriđ lćgstur. Ţar er enginn köldu daga 21. aldarinnar. Ţarna eru ţrír dagar í röđ í október 1970 og tveir frá 1971. 

Ţótt dagar á 21. öldinni séu fáir á listunum er fjöldi ţeirra ekki undir almennum tilviljunarvćntingum. Á algjörlega tilviljanakenndum topp tíu lista ćtti síđasti áratugur ađ eiga 1 til 2 sćti á hverjum listanna, sjötti áratugurinn ţar á engan fulltrúa, ţađ er undir vćntingum. Hafísárin hirđa hins vegar fleiri sćti en góđu hófi gegnir enda var veđurlag ţá međ öđrum hćtti heldur en fyrr og síđar (af 62 árum úrtaksins).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Gaman vćri nú ef Hungurdiskar myndu einhvern tíma útlista hvernig veđurlag var öđru vísi á hafísárunum en fyrr og síđar.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 9.10.2011 kl. 12:24

2 identicon

Sćll Sigurđur.   Bara smá innlegg um hafísárin, ţó spurningunni sé beint til Trausta.

Hafísárin / - tímabilin eru svo mörg , ađ ţađ er örugglega nánast ógerlegt ađ

svara ţessu . Heimildir ná langt aftur um hörku - hafísár, eins og 1695. Um ţetta

má lesa ýmsan fróđleik á netinu. Eftir ađ  vísindalegar veđurathuganir hófust , eru til skráđar heimildir um stöđuna á veđurkerfunum. Ekki yrđi ég hissa ţó

ţrálátar hćđir hafi legiđ yfir landinu , samt međ ríkjandi vestan - og norđanáttum.  Sumir vilja bendla " Barninu" vestur af S- Ameríku ( El ninjo)

 viđ  óvenjuleg og oft ofsafengin hnattrćn veđurfyrirbrigđi. Hita og kulda , storma

eđa hćgviđri , ţar sem slíks er ekki von , hvorki á stađ né í tíma. Sumir segja ađ

Napóleon og Hitler hafi tapađ stríđinu um Rússland einmitt vegna ofsakulda í

kjölfar svona veđrabrigđa sem stinga upp kollinum međ ákveđnu ára(tuga)

millibili sem ţó er ekki hćgt ađ sjá fyrir.

óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráđ) 9.10.2011 kl. 22:01

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţađ er augljóst af samhenginu, ţar sem ađeins er veriđ ađ fjalla um árin frá 1949, ađ Trausti er ađ tala um hafísárin sem svo eru kölluđ frá 1965-1971.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 9.10.2011 kl. 22:21

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţađ er rétt hjá Sigurđi ađ hér var einungis fjallađ um tímann frá 1949. Fjöldi mćlikvarđa sýnir afbrigđilegt veđurfar hafísárin. Fyrir utan ţađ ađ hiti var lágur voru kuldaköst snarpari á hafísárunum heldur en ţegar hiti varđ ámóta lágur um áratug síđar. Hitasveiflur frá degi til dags voru meiri en áđur og fyrir, munur á hita norđanlands og sunnan var í öđrum gír heldur en fyrir og áđur. Hlutfall norđlćgra illviđra og suđlćgra var annađ en árin fyrir og eftir. Tíđni skýjategunda var meira ađ segja önnur á ţessum árum heldur en áđur og síđar. Hafísárin voru ađ mörgu leyti afturhvarf til tímans fyrir 1920 en stóđu samt innan viđ áratug.

Trausti Jónsson, 10.10.2011 kl. 01:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 25
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 1623
  • Frá upphafi: 2350900

Annađ

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1421
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband