Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Hitaheimsmetið afskrifað

Í dag tilkynnti alþjóðaveðurfræðistofnuninað hún hefði afskrifað heimsmet það í hita sem þvælst hefur fyrir síðan mæling þess fór fram, 13. september 1922. Talan var 58,0 stig og færð til bókar á veðurathugunarstöðinni í El Azizia í Lýbíu. Þetta met hefur ætíð þótt grunsamlegt og hafa athugasemdir fyrir löngu komið fram. Sérstök greinargerð mun birtast í mánaðarriti ameríska veðurfræðifélagsins (Bulletin of the American Meteorological Society) á næstunni, en nú þegar hefur niðurstaðan verið birt á netinu (rekja má sig að heildargreinargerðinni á pdf-sniði í gegnum tengilinn hér að ofan).

Alþjóðaveðurfræðistofnunin heldur úti sérstakri metanefnd sem fjallar um ábendingar um ný veðurheimsmet. Nefndin á þakkir skilið fyrir að hafa tekist að ljúka þessu erfiða verkefni. Þá er tilkynnt að núgildandi heimsmet sé 56,7 stig (134°F nákvæmni upp á eitt F-stig) sem kvu hafa mælst í Dauðadal í Kaliforníu 10. júlí 1913. Verst er að nefndin skuli ekki hafa haft dug í sér til að strika það út líka - því eftir því sem ritstjórinn hefur sannfrétt var mælirinn þar ekki í réttri hæð. Það er of mikil forgjöf í heimsmetabaráttunni - rétt eins og meðvindur í 100 metra hlaupi - en ekki orð um það meir.


Fyrsti snjór haustsins á Akureyri og í Reykjavík (endurtekið efni)

Hungurdiskar eru enn í haustdvala sínum - ekkert lát á utanbloggheimastússi ritstjórans. Í tilefni af hríðinni fyrir norðan er þó rétt að rifja upp pistil frá því í fyrra um fyrsta snjó haustsins í Reykjavík og á Akureyri. Tengill á hann er hér (aldeilis munur að eiga lager):

Hvenær er fyrst alhvítt ...?

Rifjum líka upp fréttir dagblaða og Veðráttunnar frá því 1971. Fjallað er um hríðarveður 26. og 27. ágúst:

Miklir skaðar urðu í norðanáhlaupi, einkum norðaustanlands. Rúmlega fjögur þúsund fjár mun hafa farist. Mest fjártjón varð í Vopnafirði. Slydduísing hlóðst á rafmagnsstaura og víða varð rafmagnslaust á Norðausturlandi. Fjallvegir urðu ófærir og ferðamenn lentu í hrakningum. Skriður féllu á vegi á Austurlandi. Snjó festi á sjö veðurstöðvum.

Eitthvað kunnuglegt? En harla óvenjulegt bæði nú og þá - því er ekki að neita.


Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg120324a
  • w-blogg080324a
  • w-blogg010324c
  • w-blogg010324b
  • w-blogg010324a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 971
  • Frá upphafi: 2341345

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 889
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband