Fyrstu 20 dagar aprílmánaðar

Tuttugu dagar liðnir af apríl. Það þarf meira en einn hlýjan dag til að hreyfa verulega við röðunarlistum - en kannski það gerist samt - tíu dagar enn til mánaðamóta.

Meðalhiti í Reykjavík stendur nú í 1,4 stigum, -1,8 neðan meðallags sömu daga árin 1991 til 2020, og -2,6 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Enn raðast hitinn í næstneðsta sæti aldarinnar í Reykjavík. Það eru 20 fyrstu apríldagar ársins 2006 sem eru í neðsta sætinu (rétt eins og fyrir fimm dögum). Meðalhiti þá var 0,9 stig. Hlýjastir á öldinni voru fyrstu tuttugu dagarnir í fyrra (2023) meðalhiti þá 6,2 stig. Á langa listanum raðast dagarnir tuttugu í 109 til 112 sæti (af 152). Dagarnir í fyrra eru líka efstir hér, en kaldastir voru þeir 1876, meðalhiti -3,7 stig. Þessi mikli munur á röðunarsætum sýnir vel hversu hlýir aprílmánuðir þessarar aldar hafa verið. Ekki vantar mikið á að sá núverandi hefði talist í meðallagi fyrir aldamót.

Meðalhiti á Akureyri er -1,0 stig, lægstur á öldinni, en sé leitað aftur til 1936 má finna 9 kaldari.

Á spásvæðunum er hitinn sá lægsti á öldinni á öllu svæðinu frá Breiðafirði austur um til Austfjarða - og á Miðhálendinu, en á Suðurlandi er hitinn í 22. hlýjasta sæti (af 24) - annars í því 23.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 14,6 mm, um þriðjungur meðallags, og er þetta þurrasta aprílbyrjun aldarinnar, en við vitum um 15 þurrari tilvik frá fyrri tíð. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 77,1 mm, fjórföld meðalúrkoma (en óstaðfest). Á Dalatanga hafa mælst 48,9 mm, nokkuð neðan meðallags.

Sólskinsstundir hafa mælst 117,3 mm í Reykjavík, 13 stundum umfram meðallag. Á Akureyri hafa sólskinsstundir mælst 80,2.


Bloggfærslur 21. apríl 2024

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 521
  • Sl. sólarhring: 551
  • Sl. viku: 1030
  • Frá upphafi: 2351821

Annað

  • Innlit í dag: 492
  • Innlit sl. viku: 929
  • Gestir í dag: 479
  • IP-tölur í dag: 464

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband