Í leit ađ vorinu 4

Í síđasta pistli komumst viđ ađ ţví ađ mánuđurinn forni, harpa (auk fyrstu viku skerplu) má kannski teljast sérstök árstíđ, létum viđ međalloftţrýsting ráđa árstíđaskiptingu. - Viđ horfum aftur á sömu mynd, en bćtum svonefndum óróavísi viđ á línuritiđ. Óróavísirinn segir okkur hversu mikiđ loftţrýstingur breytist ađ međaltali frá degi til dags. 

Óróinn er einskonar mćlikvarđi á ţađ hversu snarpur „lćgđagangur“ er viđ landiđ. Hann er allvel tengdur ţrýstingnum, lćgđum fylgja ađ jafnađi snarpari ţrýstibreytingar heldur en hćđum. - Ţó koma mánuđir á stangli ţegar ţrýstingur er lágur án ţess ađ ţrýstiórói sé ţađ. 

Viđ vitum af reynslu ađ vetrarlćgđir eru öflugri en ţćr sem ásćkja okkur ađ sumarlagi. Ţađ kemur ţví ekki á óvart ađ ţrýstióróinn er miklu meiri ađ vetri en sumri - en hversu miklu meiri?

Sjávarmálsţrýstingur og ţrýstiórói

Ţađ sýnir rauđi ferillinn á myndinni - og kvarđinn til hćgri. Kvarđinn til vinstri og grái ferillinn eru óbreyttir frá pistli gćrdagsins. 

Hér sjáum viđ ađ óróinn er svipađur frá áramótum og fram í miđjan ţorra, um 9 hPa, en ţá fer ađ draga úr honum. Ţetta er um svipađ leyti og ţrýstingur fer ađ hćkka. Í fyrri hluta apríl er hann kominn niđur í milli 7 og 8 hPa en fellur ţá snögglega á tveimur vikum niđur fyrir 6. Síđan dregur hćgt úr - án ţess ađ áberandi ţrep sjáist. 

Ţađ gerist greinilega eitthvađ - lćgđagangur minnkar mjög rćkilega í kringum sumardaginn fyrsta. Hér er hávetur til miđs ţorra, ţá taka útmánuđir viđ og síđan sumarástand strax frá sumardeginum fyrsta. Ţrýstiórói vex ekkert viđ ţrýstifalliđ í maílok - ţađ tengist ţví einhverju öđru en lćgđagangi. 

Ţrýstióróavoriđ? Ţađ stendur eiginlega bara frá 15. til 25. apríl. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 185
  • Sl. sólarhring: 405
  • Sl. viku: 2010
  • Frá upphafi: 2350746

Annađ

  • Innlit í dag: 168
  • Innlit sl. viku: 1796
  • Gestir í dag: 166
  • IP-tölur í dag: 165

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband