Í leit ađ vorinu 3

Vorkoma er meira en ađ hiti hćkki međ hćkkandi sól. Fleira gerist í veđrinu - efni í langan bókarkafla eđa heila bók. Hringrás lofthjúpsins breytist - bćđi nćr og fjćr. Vestanvindabeltiđ slaknar, austanáttin lćtur á sér krćla í heiđhvolfinu. Meginlönd og höf bregđast misjafnt viđ hćkkandi sól - sem aftur raskar vindáttum. - Og andardráttur landsins okkar, Íslands, er annar ađ sumri heldur en vetri. 

Margar ţessar breytingar hafa veriđ raktar á pistlum hungurdiska í gegnum árin - ţađ efni er allt ađgengilegt. Á dögunum var hér fjallađ um hćkkun međalhita á vorin. Ţar skar einn vendipunktur sig úr - eftir „flatan“ vetrarhita tekur hann skyndilega til viđ ađ hćkka í vikunni kringum 1. apríl. Á landsvísu hćkkar hiti um 2 stig milli mars og apríl, um 3,5 stig milli apríl og maí og svo 3,0 stig milli maí og júní. Hćkkunin milli júní og júlí er svo um 1,8 stig ađ međaltali. 

Ţennan gang hitans sáum viđ vel í vorpistli sem birtur var hér á hungurdiskum á dögunum. Ţar var ţví gert skóna ađ ţađ vćri í kringum 25. maí sem ađeins fer ađ hćgja á hlýnuninni og henni vćri ađ mestu lokiđ viđ upphaf hundadaga. Stungiđ var upp á ţví ađ vetri lyki 1. apríl, ţá hćfist vor og stćđi annađ hvort til 25. maí (ţá slćr á hrađa hitahćkkunarinnar) eđa til upphafs hundadaga (ţegar hitaflatneskja hins stutta sumars tekur viđ). 

En viđ munum nú í nokkrum pistlum líta á fleiri atriđi vorbreytinga. Eitt í senn. Ef til vill ekki áhugavert fyrir nema fáa - en hafi ađ minnsta kosti einn lesandi áhuga er ritstjórinn ánćgđur (jú, hann hefur sjálfur áhuga).

Međalsjávarmálsţrýstingur fyrri hluta árs

Línuritiđ sýnir breytingu međalsjávarmálsţrýstings á Íslandi fyrri hluta árs. Kjarni vetrarins einkennist af nokkurri flatneskju, en hún stendur ekki nema í um ţađ bil 7 til 8 vikur, frá ţví snemma í desember ţar til fyrstu daga febrúarmánađar. 

Lćgstur er ţrýstingurinn í ţorrabyrjun - á miđjum vetri ađ íslensku tali. Svo fer ađ halla til vors, tveimur mánuđum áđur en međalhiti tekur til viđ sinn hćkkunarsprett. 

Ţrýstihćkkunin heldur síđan áfram jafnt og ţétt, en í kringum sumardaginn fyrsta virđist herđa á henni um stutta stund ţar til hámarki er náđ í maí. Ţetta hámark er flatt og stendur í um ţađ bil 5 vikur. Mánuđinn hörpu eđa ţar um bil. Harpa er eiginlega sérstök loftţrýstiárstíđ, rétt eins og desember og janúar eru ţađ - og ţrýstihćkkun útmánađa. 

Í maílok fellur ţrýstingurinn - ekki mikiđ, en marktćkt - og ţrýstisumariđ hefst. - Ţađ stendur fram ađ höfuđdegi. Árstíđirnar eru ţví fimm, vetrarsólstöđur, útmánuđir, harpa, sumar og haust.

En hver er ástćđa ţessarar árstíđaskiptingar? Ţađ er afarflókiđ mál - kannski upplýsist ţađ ađ einhverju leyti í framhaldspistlum sem fyrirhugađir eru - hafi lesendur ţrek til ađ fylgjast međ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Ţar voru ţví gerđir skórnir.“

Ţorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráđ) 12.4.2017 kl. 15:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2017
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • w-blogg211017e
 • w-blogg211017d
 • w-blogg211017c
 • w-blogg211017b
 • w-blogg211017a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.10.): 272
 • Sl. sólarhring: 415
 • Sl. viku: 1708
 • Frá upphafi: 1497606

Annađ

 • Innlit í dag: 254
 • Innlit sl. viku: 1553
 • Gestir í dag: 236
 • IP-tölur í dag: 233

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband