Háþrýstingur enn á ný

Hæðarhryggurinn sem gaf eftir um stund er nú að rísa upp á ný og ræður veðri hér í nokkra daga. Kortið sýnir stöðuna - að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar - um hádegi á laugardag, 23.apríl. 

w-blogg220416a

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, talsverður norðvestanstrengur er yfir landinu og norðan við það - í góðri hæðarsveigju. Mjög hlýtt er í hæðinni - litirnir sýna þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Guli liturinn er sumarhiti - undir liggur þó töluvert svalara vorloft - en frostmark verður í meir en 2500 metra hæð yfir vestanverðu landinu. 

Eins og margoft hefur komið fram á hungurdiskum áður er staða sem þessi þó frekar óþægileg - sitji hlýtt loft í norðlægri stöðu - þýðir það líka að kalt loft færist í suðlæga og við getum alveg orðið fyrir því síðar. 

En sé að marka reiknimiðstöðvar eru útrásir kalda loftsins ekki sérlega ógnandi á okkar slóðum - en við sleppum samt varla alveg. Kortið hér að neðan sýnir spána fyrir fimmtudag í næstu viku - lítið að marka hana en ágæt til fróðleiks og dæmi um möguleika í stöðunni.

w-blogg220416b

Hér er hæðarhryggurinn enn lifandi - en kuldapollur hefur brotist til suðurs á austurvæng hans - en er lítill um sig og fer hratt hjá. Telst varla til alvarlegra hreta - þótt býsna kalt sé á litlu svæði í pollinum miðjum. 

Það er hollt til samanburðar að líta á stöðuna á sama tíma í fyrra - þá gerði alvöruhret og við sjáum strax hversu miklu alvarlegra það var - kuldinn miklu meiri um sig. Við skulum vona að ekkert svona sé í pípunum í vor - en auðvitað getur enginn verið viss um að svo sé ekki. 

w-blogg220416c

Þetta kort er sum sé frá því í fyrra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vonum það besta. en er ekki skrýtið hvernig hlýi geirin læðist upp grænlandshaf. er enðá þeirrar skoðunar að hnattstaðan skipti máli. skiptir máli hvort skúrir komi vinstra meign á fjöll eða hægra meigin. mosunvindar hegða sér skrýtinlega. ágæt dæmi sem vonandi var tilviljun í gamla daga mátti það vera víst að ef skúr náði á milli högnhöfða og bjarnarfels þá náð hann til byggða en í sumar fór hann inná hálendið sem í sjálfu sér er gott ekki veti af en skildi ekki 1.km breitíng á hnattstöðu skipta máli. þó það gerist hægt hefur el.nino færst úr stað. eru ekki til tvo svona svæði annað með mikið lífríki sem er við japan og síðan el.nino sem er frekar líflaust

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 22.4.2016 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 126
  • Sl. sólarhring: 399
  • Sl. viku: 1951
  • Frá upphafi: 2350687

Annað

  • Innlit í dag: 121
  • Innlit sl. viku: 1749
  • Gestir í dag: 121
  • IP-tölur í dag: 121

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband