Vorið komið í háloftunum

Síðari hluta aprílmánaðar dregur venjulega mjög úr afli vestanvinda í háloftunum á norðurhveli. Staðbundnar rastir geta að vísu látið illum látum - en þegar á heildina er litið er veturinn búinn. 

Þetta sést glögglega á kortinu hér að neðan. Það sýnir stöðuna í 500 hPa-fletinum á sunnudaginn kemur, 24. apríl - í reiknigerð evrópureiknimiðstöðvarinnar.

w-blogg230416a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn. Vindstefnuna má einnig ráða af legu þeirra. Mikil hæð er fyrir suðvestan Ísland og þrengir nokkuð að kaldasta polli norðurhvels - en hann er við Norður-Grænland. Litirnir sýna þykktina en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. 

Hringrásin hefur öll brotnað upp í fjölmarga litla kuldapolla sem munu nú fram á sumar reika um eins og fé án hirðis - smám saman hlýnandi - oft lífsseigir en mjög leiðinlegir viðfangs þar sem þeir koma við - berandi í sér leifar vetrarkuldans.

Það er sjaldan sem við sleppum alveg við vorheimsóknir þessarar hjarðar - og varla hægt að ætlast til þess nú.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 45
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 1794
  • Frá upphafi: 2348672

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 1572
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband