Litlar breytingar

Það tekur því varla að tala um veðurspár þessa dagana - útlitið breytist lítið. Kannski verður næðingurinn þó minni næstu daga (frá sunnudegi 3. maí) heldur en verið hefur að undanförnu. Eftir fréttum fjölmiðla að dæma og almennu umtali á netmiðlum virðist ánægja með stöðu mála vera gegnumgangandi - „blíðan heldur áfram um land allt“ er sagt. Svo virðist meira að segja að alvara sé að baki - en ekki háð. 

En hvað um það. Við lítum á spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir síðdegis á þriðjudag (5. maí).

w-blogg040515a

Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hiti í 850 hPa-fletinum er tilgreindur með strikalínum. Það er -10 stiga jafnhitalínan sem liggur um landið þvert - og á að halda því áfram út vikuna. 

Þrýstibratti er lítill yfir landinu - en mun meiri skammt fyrir austan land - þar sem er norðaustanbelgingsvindur.  Þrýstimynd af þessu tagi segir okkur oftast að bjart veður sé á Suður- og Vesturlandi, en skýjað og einhver úrkoma norðaustanlands. 

Lægðin við Skotland er djúp miðað við árstíma, 977 hPa í miðju og veldur illviðri á stóru svæði. Hún að beina sérlega hlýju lofti til Ítalíu, þykktinni er spáð upp fyrir 5760 metra þar um slóðir um miðja viku.

Ítölsk fyrirsögn í dag (sunnudag 3.maí): „Previsioni Meteo, il super-caldo a un passo dall’Italia: al centro/sud 4 giorni di fuoco, attese temperature da record“. 

En - engin hitamet hérlendis í bili (nema slæðingur af dægurlágmarksmetum einstakra stöðva). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru nú fleiri en fjölmiðlar og netmiðlar að tala um blíðu í veðrinu - veðurfræðingurinn á RÚV í gærkvöldi gerði það líka og spáði áframhaldandi blíðviðri (þremur stigum yfir hádaginn hér fyrir sunnan en frosti fyrir norðan!).

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 4.5.2015 kl. 07:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ef oft furðað mig á túlkun manna á blíðu,sem mér vitanlega merkir hlýindi.En nú er allt nefnt blíða,bara ef sólin skín í heiði,jafnvel þótt kaldir vindar blási.

Helga Kristjánsdóttir, 4.5.2015 kl. 08:17

3 Smámynd: Kristinn Geir Briem

hvernig eru lángtímaspárnar þær spár sem ég hef lessið valda mér áhyggjum. er lítil úrkoma í kortunum.

Kristinn Geir Briem, 4.5.2015 kl. 10:16

4 identicon

Nú stefnir allt í kaldasta maí mánuð frá sögu mælinga á Íslandi, sem hlýtur að teljast einkennilegt í miðju AMO-hlýskeiði.

Hermundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.5.2015 kl. 10:54

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það eru býsn að einhverjum detti í hug að allt stefni í kaldasta maí í sögu mælinga. Annars finnst mér að eftir hrun (það er að segja góðviðrishrunið að margra áliti síðustu tvö sumur og nýliðin vetarómynd)hafi eitthvað farið alvarlega úr sambandi í upplifun og mati þjóðar vorrar á veðri. Það er stundum talað um siðrof í samfélögum og svo er til geðrof hjá einstaklngum en þetta er einhvers konar veður-rof, þó ekki upprof! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2015 kl. 00:24

6 Smámynd: Trausti Jónsson

Kristinn. Langtímaspár eru þurrar um þessar mundir - en ekki alltaf réttar. Blíða - jú, það er mikill munur að sjá til sólar - ekki er hægt að neita því - en harðaþurrkur á daginn og hörkufrost að nóttu eru ekki góð fyrir gróðurinn - blíðan stendur kannski 3 til 4 klukkustundir á dag - sunnan undir vegg - og að sunnanverðu í Kópavogi. En - meðalhitinn er þó ekki lægri en svo að sjö maímánuðir síðustu 67 ára hafa byrjarð kaldari en núverandi - og nærri þrjátíu sé miðað við upphaf mælinga - það verður að bæta verulega í kuldann til að ná máli hvað það varðar - en vikan lítur svosem ekkert vel út. Allsherjarof virðist hafa orðið í hruninu - nema hvað ekkert rof hefur enn orðið á milli þjóðar og evrópusöngvakeppninnar - við höngum órofa á henni þar til yfir lýkur.

Trausti Jónsson, 5.5.2015 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 221
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 2046
  • Frá upphafi: 2350782

Annað

  • Innlit í dag: 203
  • Innlit sl. viku: 1831
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 196

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband