Áframhaldandi sunnanátt (- en með vestrænu ívafi)

Sunnanáttin sem hefur yljað okkur svo um munar síðastliðna viku heldur áfram - en ekki jafnhlý sem fyrr. Til þessa hefur hún lengst af átt austlægan þátt - loftið hefur ýmist komið langt sunnan úr höfum eða frá Evrópuströndum vestanverðum. Nú virðist aðeins skipta um uppruna. Sunnanáttin heldur áfram - en inn á milli verður hún með vestrænu ívafi. Loftið á þá kaldan uppruna í Kanada - en hefur farið langa leið yfir hlýjan sjó áður en hingað er komið.

Þetta þýðir að næsta vika verður varla jafnhlý og sú síðasta. Kortið að neðan sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um meðalþrýsting næstu tíu daga - fram til 3. desember.

w-blogg241114a

Heildregnu gráu línurnar sýna meðalþrýsting við sjávarmál, gráar strikalínur meðalhita í 850 hPa og litirnir hitavik í þeim sama fleti. Þau eru oft svipuð við jörð. Það er -4 stiga jafnhitalínan sem gengur þvert yfir landið frá suðri til norðurs.

Það er ein af gömlum þumalfingursreglum að skilin á milli snjókomu og rigningar liggi ekki fjarri -5 stiga jafnhitalínunni í 850 hPa. Ýmis vik eru þau frá þeirri góðu reglu - en við sjáum samt að varla fer hjá því að eitthvað hvítt komi við sögu þessa næstu viku - varla þó lengi hverju sinni. 

En ef trúa má spánni verður hiti um landið norðanvert 2 til 3 stigum hærri en að meðaltali 1981 til 2010 - og rétt yfir meðallaginu sunnanlands. Kalda loftið að vestan á langan slóða um þvert hafið frá Kanada allt suður um Asóreyjar og til Portúgal.

Munum þó ætíð að kort sem þetta fela margt - og ekki er það allt smátt. Lægðirnar sem fara hér hjá verða víst býsna stórar sumar enda er þrýstingurinn í meðallægðarmiðjunni á kortinu um 20 hPa undir meðallagi árstímans. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 176
  • Sl. sólarhring: 429
  • Sl. viku: 2001
  • Frá upphafi: 2350737

Annað

  • Innlit í dag: 159
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 158
  • IP-tölur í dag: 156

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband