Kemur ekki við hér

Nú gera spár ráð fyrir því að á miðvikudag dýpki lægð niður í 973 hPa vestan við Írland. Margir muna e.t.v. metlægðina sem hér fór hjá nýlega. Hún var reyndar enn dýpri - en samt er merkilegt að sjá tvær svona djúpar lægðir með skömmu millibili á Norður-Atlantshafi á þessum tíma árs. Þessi nýja lægð hefur ekki bein áhrif hér á landi - nema helst til bóta. Kortið gildir kl. 18 síðdegis á miðvikudag 1. ágúst.

w-blogg310712

Hér má sjá sjávarmálsþrýsting sem svartar heildregnar línur - afskaplega þéttar nærri lægðarmiðju. Ekki skemmtilegt fyrir seglbáta sem lenda í því ofsaveðri. Lægðin sem olli slysinu mikla í Fastnet siglingakeppninni í ágúst 1979 var ekki alveg jafndjúp - 15 fórust (aðrar heimildir segja 19). Frú gúgl skilar leitarniðurstöðum á svipstundu fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar.

Það er mikið skaðræði að fá veður sem þetta á þeim slóðum þar sem smábátaumferð er mikil. En nú ættu menn að hafa betri fyrirvara heldur en var 1979. Enn bætir í bleytuna á Bretlandseyjum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 197
  • Sl. sólarhring: 360
  • Sl. viku: 2022
  • Frá upphafi: 2350758

Annað

  • Innlit í dag: 180
  • Innlit sl. viku: 1808
  • Gestir í dag: 176
  • IP-tölur í dag: 176

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband