Tíđindaminna

Nú virđist mesti broddurinn úr kuldanum og viđ getum látiđ okkur dreyma um betri tíđ. Ađ sögn tölvanna og annarra spáliđa koma nú nokkur sćmileg síđdegi á Suđur- og Vesturlandi og einnig sums stađar fyrir norđan og austan ţar sem sjávarloftiđ leggur ekki inn á land. Ekki er ţó von á ţví sem kalla má hlýindi. Viđ lítum betur á stöđuna ţegar tilefni gefst til.

Hér skal nú skotiđ ađ lista međ hćstu júníhámörkum landsins. Ţar á međal er íslandsmetiđ á Teigarhorni 22. júní 1939, 30,5 stig. Margt styrkir trú á ţessu meti, methitar voru víđar um land, loftţrýstimet fyrir júní var sett og háloftaathugun ţjóđverja í Reykjavík sýndi metţykkt. Sé leitađ ađ hćstu ţykkt júnímánađar í punkti viđ Suđvesturland í endurgreiningunni amerísku 1871 til 2008 er hćsta ţykktargildiđ einmitt ţennan sama dag (5655 metrar) og einnig hćsta 500 hPa hćđin, 5961 metrar. Síđasta talan er međ hreinum ólíkindum, en mjög nćrri mćlingu ţjóđverjanna.

En hér er listinn:

         ár       dagur hám.h.stöđ
19392230,5  Teigarhorn
19392230,2 Kirkjubćjarklaustur
19742329,4 Akureyri
19392128,6 Akureyri
19882528,6 Vopnafjörđur
19392228,5 Fagurhólsmýri
18912427,8 Möđrudalur
19742327,4 Dratthalastađir
19742327,2Hallormsstađur
1988927,1Kollaleira

Fjórar tölur eru úr hitabylgjunni 1939 og ţrjár úr skamvinnri hitabylgju 1974 - mjög minnisstćđur dagur. Tvćr tölur eru frá 1988 - en ekki sama daginn eđa samliggjandi daga. Talan úr Möđrudal 1891 fćr ađ fylgja međ ţótt hámarkshiti í Möđrudal á árabili sé talinn vafasamur. En hćsti hiti í Reykjavík í júní mćldist sama dag í óvenjulegri hitabylgju víđa um land og styrkir ţađ Möđrudalstöluna.

Sjálfvirku stöđvarnar blanda sér lítiđ í hámarkshitalista júnímánađar, hćsta tala allra sjálfvirkra stöđva í júní er 26,3 stig og mćldist á Egilsstađaflugvelli ţann 29. áriđ 2009. Sjálfvirka stöđin á Egilsstöđum virđist líkleg til meta í hitabylgjum yfir hásumariđ - en hćsti hiti í júní á mönnuđu stöđinni ţar mćldist 26,7 stig, heita daginn 23. júní 1974.

Í viđhenginu er listi yfir 102 hámörk í júní nördum til gamans. Trúlega vantar fáeinar tölur frá 19. öld og sömuleiđis gćti vantađ daga ţar sem mjög hár hiti hefur mćlst á stöđ tvo eđa fleiri daga í sama mánuđi - nördin verđa ađ sýna hungurdiskum ţolinmćđi í ţeim efnum. Mikiđ verk er ađ taka saman lista af ţessu tagi og tryggja ađ ţeir séu réttir - en örvćntiđ ekki ţví unniđ er ađ endurbótum. En ef eitthvađ á ađ vera fullkomiđ getur ţađ aldrei litiđ dagsins ljós.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 71
  • Sl. sólarhring: 76
  • Sl. viku: 1669
  • Frá upphafi: 2350946

Annađ

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 1461
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband