Loft eða haf? Hænan eða eggið?

Það skal tekið fram að ég segi stundum sjálfur að El nino eða La nina hafi hin eða þessi áhrif á veðurlag - ég hlýt að mega það. En strangt tekið ætti maður að tala um að nú ríki La nino eða la nina ástand við Kyrrahafið (eða eftir atvikum á stærri svæðum). Fyrra orðalagið gefur til kynna að orsaka óvenjulegs ástands í lofthjúpnum sé að leita í óvenjulegu hitafari í austanverðu Kyrrahafi. En það er hins vegar óvenjulegt ástand í lofthjúpnum sem ræður sveiflum i yfirborðshita sjávar - eða hvað?

samskipti-lofts-hafs

Lítum á fræga skýringarmynd. Þar má sjá að hitavik (t.d. el ninoástand) breytir hringrás lofthjúpsins. En á myndinni stendur líka að afbrigðilegt vindafar breyti straum- og yfirborðsástandi sjávar (og þar með hita). Hvort er frumorsökin - eða er einhver frumorsök?

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég pistil um el nino á Vísindavef Háskólans. Þar geta áhugasamir fræðst um fyrirbrigðið. Hátt í 4 ár munu vera liðinn síðan pistillinn var skrifaður og ýmislegt fróðlegt hefur komið í ljós síðan. Ef til vill má skrifa meira um málið hér á blogginu - við sjáum til með það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 1377
  • Frá upphafi: 2350961

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1194
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband