Smávegis af júlí síðastliðnum

Við lítum nú á stöðuna í háloftunum við Norður-Atlantshaf í júlí. 

w-blogg120823a

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, jafnþykktarlínur (daufar) strikaðar, en þykktarvik sýnd með litum. Gulir og brúnir litir sýna jákvæð vik (hlýtt), en blá neikvæð (kalt). Lægð var viðloðandi í háloftunum austan við land mestallan mánuðinn og olli þrálátri norðanátt hér á landi. Gríðarleg hlýindi voru suðvestan við Grænland, en sérlega kalt á Bretlandseyjum, í Danmörku og þar um slóðir. Hlýtt suður við Miðjarðarhaf og nyrst í Noregi.

Við sjáum af legu jafnhæðarlínanna að áttin var úr hánorðri í miðju veðrahvolfi. Ef trúa má endurgreiningum er þetta einhver þrálátasti norðanáttarjúlí síðustu 100 ára. Nánasti háloftaættingi hans er júlí 2012, en þá var áttin öllu vestlægari í háloftunum heldur en nú - nægilega mikið til að þá náði verulegt sólskin til Norðurlands. Sumarið 2012 fékk almennt góða dóma hér á landi - en endaði með töluverðu „brothljóði“ - eins og margir muna e.t.v. Eftir óvenjulanga syrpu með 20 stiga hita á landinu sem náði fram að 20. ágúst kólnaði mjög og við tóku afleit næturfrost og síðan auðvitað septemberhríðin mikla á Norðausturlandi - allt heldur öfugsnúið eftir gott sumar. 

Fyrir utan þessi líkindi júlímánaðanna tveggja eru sumrin 2012 og 2023 hins vegar harla ólík - hvað sem svo síðar verður. Fjölbreytt efni var á hungurdiskum sumarið 2012 - og auðvelt fyrir áhugasama að rifja það upp með því að smella á mánaðalistann hér neðar og til vinstri hliðar. Við þökkum BP fyrir kortið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 30
  • Sl. sólarhring: 254
  • Sl. viku: 1856
  • Frá upphafi: 2353058

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1665
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband