Skemmtileg spá - sem ekki rætist

Á hungurdiskum hefur verið minnst á spár sem fá varla staðist. Stöku spá evrópureiknimiðstöðvarinnar er af þessu tagi. Langoftast er hér um 7 til 10 daga spár að ræða. Nokkrar langtímaspár undanfarinna mánaða hafa „lofað“ miklum hlýindum á Íslandi. Engin þeirra hefur ræst. Svo fer væntanlega með spána sem við lítum á hér og nú.

Hún er úr spárununni frá hádegi í dag (sunnudaginn 14. september) og gildir eftir tíu daga, miðvikudaginn 24. september - eftir að því er virðist trúlega framvindu veðursins í 9 daga. 

w-blogg150914a 

Jafnþykktarlínur eru heildregnar. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Mesta þykktin á kortinu er við Suðausturland - meiri en 5620 metrar. Litir sýna hita í 850 hPa. Hæsti hitinn er yfir Norðausturlandi, 13 stig. 

Nú er það svo að þetta eru ekki alveg fráleitar tölur - mesta þykkt sem við vitum um í september yfir Keflavík er 5639 metrar, frá 4. september 1958 - hver man það? Hæsti hiti í 850 hPa yfir Keflavík er 12,6 stig og mældist 12. september 2009 [mælt frá 1951]. Mesta septemberþykkt í amerísku endurgreiningunni löngu á öllu svæðinu kringum Ísland er 5636 m, frá 23. september 1947 kl. 24. 

En við skulum ekki taka þessa spá mjög hátíðlega - en gaman væri samt að sjá hana rætast.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040524c
  • w-blogg040524b
  • w-blogg040524a
  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 253
  • Sl. sólarhring: 333
  • Sl. viku: 1339
  • Frá upphafi: 2352298

Annað

  • Innlit í dag: 220
  • Innlit sl. viku: 1206
  • Gestir í dag: 211
  • IP-tölur í dag: 210

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband